Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Qupperneq 24
262
Porleifur H. Bjarnason:
[ IÐUNN '
landi og að Bismarck, er var átrúnaðargoð mikils
hluta þýzku þjóðarinnar í stjórnmálum, var henni
algerlega mótfallinn, enda þótt hann hefði siðustu
kanzlaraár sín neyðst til að styðja viðleitni einstakra
manna og félaga, er voru að koma nokkrum þýzk-
um nýlendum á fót i Vesturafríku. En 18. janúar
1896 á 25 ára afmæli ríkisins hélt keisari ræðu í
»>aðseturshöllinni« í Berlín, þar sem hann kvað upp
úr um heimsveldisstefnu ríkisins: »Þýzka ríkið er
orðið heimsveldi. Hvervelna, í hinum fjarlægustu
löndum, eru þúsundir landa vorra á þúsundir ofan.
Þýzk fræði, þýzk atorka, talsmenn þj7zkra hugsjóna
sigla yfir útsæinn. Auðæíi þau skifta þúsundum mil-
jóna, er Þjóðverjar flylja handan um haf. Það er
skylda yðar, herrar minir, að hjálpa mér til að treysta
bandið milli rikis vors í Európu og þessa stærra
þýzka ríkis. Hamingjan gefi, að föðurland vort verði
einhvern tíma svo öflugt, að menn þurfi á komandi
tímum að eins að segja: »Eg er þýzkur borgari«
eins og menn sögðu endur fyrir löngu: »Civis Ro-
manus sum«.
Það var þó ekki fyr en árin 1897—98, að keisari
fór af kappi að berjast fyrir hinni nýju stefnu. Þá fékk
hann, þar sem þeir Tirpitz sjóliðsráðherra og Bii-
low utanríkisráðherra (síðar ríkiskanzlari) voru, tvo
lægna og ötula aðstoðarmenn til þess að hrinda áfram
flotamálinu og nýlendumálinu. Einkum átti hið fyr-
nefnda í byrjun erfitt uppdráttar hjá andstæðingum
stjórnarinnar, en fyrir þrautseigju keisara og öílugt
fylgi »ílotafélagsins þýzka«, er var stofnað að undir-
lagi hans, helir tekisl að gera allan þorra þýzkra
borgara, að undanskildum jafnaðarmönnum, málum
þessum fylgjandi. Sýna það bezt liinar sívaxandi
fiárveilingar, sem rikisþingið hefir veitt til ílotans og
nýlendnanna síðustu árin, áður en lieimsstyrjöldin
hófst. Árin 1906—10 veitti þingið 347,6, 1911 458,0,