Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Page 27

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Page 27
iðunnj Vilhjálmur II. F>j”zkalandskeisari. 265 land eigi að miklu leyti að þakka þýzkri samkepni framfarir þær, er iðnaður þess liafi tekið síðustu 20—30 ár, og að »samkepni Þýzkalands liafi orðið Bretlandi blessunarrík« (Ellis Barker: Deutsche Re- vue, apríl 1912). í sama strenginn hefir Norman Angell tekið í bók sinni »The great illusion« er hefir vakið allmikla eftirtekt á Bretlandi. Hins vegar kváðu aðrir æskilegast að ganga á milli bols og höfuðs á Þjóðverjum, meðan þess væri kostur. Var þeirri skoðun haldið fram í grein einni í hinu mikilsmetna tímariti »Saturday Review« (1897). Greinin og eink- um niðurlagsorð hennar: »Germaniam esse delendam« (Germaniu þ. e. Rýzkaland beri að leggja í eyði) vöktu á sinni tíð töluverðan úlfaþyt bæði innanlands og utan. Nokkru áður hafði almenningur á Bretlandi reiðst keisara og Þjóðverjum stórum fyrir hluttekning þá, er þeir sýndu Búuin í deilum þeirra við Breta. Eink- um gramdist mönnum símskeyti eitt, er utanríkis- stjórnin þýzka eða keisari sendi Krúger, forseta í Transvaal, 1896, þegar honum hafði tekist að yíir- buga ofríkismanninn dr. Jameson, er hafði gert fífl- djarfa tilraun til þess að brjóla landið undir sig. Þóttust Bretar eiga betra skilið af dóttursyni Victoriu drotningar en að hann sendi ákveðnum fjandmanni þeirra heillaóskaskeyti og gerði sig líklegan til að veita honum lið,. ef á þyrfti að halda. En Búar urðu stórfegnir skeytinu og töldu vist, að þeir ætli hauk > horni, þar sem Þjóðverjar væri, ef til ófriðar drægi. Á Þýzkalandi fékk skeytið mönnum einnig mikillar gleði, því að allur þorri þjóðarinnar var fylgjandi Búum. En þegar til kom, treystist þýzka stjórnin ekki til að veita Búum liðveizlu, því að hún hafði ekki a að skipa neinum flota, sem teljandi væri. Má því vel vera, að þetta atvik hafi ýtt undir fyrirætlanir keisara að koma upp öllugum flota.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.