Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Side 30

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Side 30
268 Þorleifur H. Bjarnason: l IÐUNISr Þýzkaland. Hins vegar halda sumir brezkir rithöf- undar og þar á meðal Sidney Lee, æfisöguritari Ját- varðs konungs 7., því l'ram, að konungur hafi ekki haft nein teljandi áhrif á brezk stjórnmál og brostið þekking á utanríkismálin. Það er að svo komnu erfitt að skera úr, hvorir fara með réttara mál, en liitt er víst, að sljórnmálamaður úr flokki íhalds- manna, Lansdowne lávarður, tók upp stjórnmála- stefnu þessa; frjálslyndi flokkurinn, sem tók við sljórninni 1905, og sir Edward Grey, utanrikisráð- herra þess flokks, hélt henni einnig fram og kon- ungur studdi hana af öllum mætti. Hafa Brelar löngum, eins og saga þeirra ber vitni um, gripið til úrræðis þessa, er þeir hafa óttast, að eitlhvert stór- veldi á meginlandinu væri í þann veg að búa sig undir að seilast til yíirráða á sjónum, því þeir virð- ast telja sig eina rétt að þeim komna. Næstu ár rekur hver samningurinn annan, er Bretar gera við önnur ríki: í janúar 1902 við Japan, í apríl 1904 við Frakkland og í ágúst 1907 við Rússland. Þeir juku einnig flota sinn allmikið þessi ár og komu sér upp svonefndum »heimaflota« með því að láta helztu lierskip sín hafast við í Ermar- sundi og í Norðursjónum. Nú fóru ýmis brezk blöð að láta allófriðlega og telja réttast, að Bretar ger- eyddu þýzka llotanum, áður en hann yrði of öflugur. Það er fullyrt, að helztu mennirnir i flotamálastjórn- inni brezku hafi um þessar mundir verið ófriði fylgjandi, og eftir því sem Delcassé, fyrv. utanríkis- ráðherra Frakka, hefir skýrt frá í blöðunum »Gau- lois« og »Matin«, bauð brezka stjórnin Frökkum þrívegis liðveizlu sína 1904—1905 í deilum þeirra við Þjóðverja um Marokko. Delcassé lét þess og gelið, án þess að það hafi verið hrakið af réttum aðiljum, svo oss sé kunnugt, að Bretar hefði ráð- gert að setja 100,000 brezkra hermanna á land í

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.