Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Side 37

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Side 37
IÐUNNI Vilhjálmur II. I’ýzkalandskeisari. 275 manna, von Heydebrand, átaldi þunglega aðgerðir stjórnarinnar í málinu og var allbeiskur í garð Breta: wÞýzkaland veit nú«, sagði hann, »hver er hinn sanni óvinur þess ... Þýzka þjóðin mun kunna að svara fyrir sig á þýzku; vér gerum ráð fyrir, að stjórnin beri sæmd Þýzkalands fyrir brjósti og erum reiðu- búnir til að leggja það i sölurnar, sem nauðsyn býður«. Þýzki krónprinsinn var staddur í áheyrendaherbergi hirðarinnar, er Heydebrand flutti ræðu sína og klapp- aði óspart lof i lófa, er ræðumaður var hvað harð- orðastur um kanzlara og stjórnina. Skömmu síðar hafði keisari þá krónprins og kanzlara í boði sínu og er fullyrt, að krónprinsinn haíi þá beðið kanzlara velvirðingar á framferði sínu. Þeir keisari og Bethmann Holhveg sættu viða hörð- um árásum, einkum í blöðum Stór-Þjóðverja, af því þeir höfðu heldur kosið að jafna ágreininginn á frið- samlegan hátt en láta vopnin skera úr. En það var fyrirsjáanlegt, að Þýzkaland mundi varl sitja lijá, ef líkar viðsjár risi aftur og það ætti að kjósa urn frið eða ófrið. Að þingi og þjóð var hugleikið, að Þýzka- land yrði hvergi vanbúið, ef ófrið bæri að höndum, má marka af hinum afarmiklu fjárupphæðum, sem þingið veitti þessi ár eftir tillögum stjórnarinnar til þess að auka landherinn og flotann. Til landhersins eins var fjárveitingin 1912 % og 1913 l1/* miljarð niarka. Útgjöldin til flota og sjóvarna árið 1913 hafa Þegar verið talin hér að framan. í þarfir flotans og Jafnframt lil mikilla samgöngubóta var »skurður Vil- hjálms keisara« milli Norðursjávar og Eystrasalts ^ýpkaður og bættur, svo að nú geta stærstu herskip larið frá Elfunni, Helgolandi og Weser, stöðvum Norðursjávarflotans, lil Kielar, liöfuðstöðvar Eystra- saltsflotans. Eftir Marokko-samninginn hinn siðari fór óvild 18*

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.