Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Page 46
284
Þorleifur H. Bjarnason:
[IÐUNN
og Þjóðverjar ábyrgðist, að Frakkar misti engin lönd
sín hvorki í Norðurálfu né öðrum lieimsálfum. Sama
dag sendi Vilhjálmur keisari Georg Bretakonungi,
frænda sínum, símskeyti, þar sem hann lýsti yíir því,
að Þjóðverjar mundi ekki ráða á Frakkland, ef það
sæti hjá.
Grey vildi ekki ganga að þessum kostum og sagði,
að Bretar yrði að hafa óbundnar hendur, hvað sem
í skærist. Eftir friðslitin sætti hann miklum ámæl-
um hjá þjóðverjum og Austurríkismönnum fyrir
þessi svör sín; kváðu þeir sýnt, að Bretar hefði verið
fylgjandi ófriði, annars mundi Grey hafa gengið að
kostuin Þjóðverja. Sennilegast er, að Grey haíi ekki
getað svarað á annan veg, sakir einhverra undirmála
Frakka og Breta, sem enn hafa ekki verið birt. Að
minsta kosti gaf Asquith forsætisráðherra Breta Grey
þann vitnisburð í þingræðu 6. dag ágústmánaðar,
rétt eftir friðroíin, að hann hefði barist fyrir friðn-
um, liinu æðsta hnossi þjóðanna, með fágætu kappi
og staðfestu.
Qrey lýsti yfir því 2. ágústmánaðar, að Bretar
myndi samkvæmt flotasamningi, er þeir liefði gert
við Frakka, verja norðurströnd Frakklands fyrir
óvinaárásum. Þelta voru að vísu ekki friðslit, en
þegar Þjóðverjar einmitt þann sama dag rufu hlut-
leysi smáríkisins Luxemburg og sendu Belgum álykt-
arorðsending og kröfðust þess, að þeir mætti fara
með heri sína yfir Belgíu, þá var auðsætt, að ófrið-
urinn var óumllýjanlegur. Báru Þjóðverjar það fyrir,
að þeir neyddust til að gera það, sakir vænlanlegra
árása af hálfu Frakka; en þeim hefir ekki, að því er
oss er frekast kunnugt, tekist að færa sönnur á, að
svo hafi verið; enda kannaðist Bethmann Holhveg
kanzlari þeirra við það í ræðu, sem hann hélt í rík-
isþinginu 4. ágústmánaðar, að Belgíu hefði verið
gerður óréttur. Lætur þvi nærri, að ráðagerðir