Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Page 48
286
Woodrow Wilson.
[ IÐUNN
Hann sneri sér því næst að foringjum þingflokkanna
og mælti: »Gangið til handsala við mig, að þér skuluð
án tillits til flokkaskiftingar, stöðu og trúar leggjast á
eitt með mér, gegnum súrt og sætt, í neyð og deyð«.
Woodrow Wilson
forseti Bandaríkjanna.
Wilson Bandarikjaforseti heíir með því að koma
Bandaríkjunum inn í ófriðinn hleypt nýjum eldi í
heimsstyrjöldina miklu, svo að varla er gerandi ráð
fyrir, að henni linni fyrst um sinn. En hvernig
stendur á því, að hann »friðarforsetinn«, sem hikaði
svo lengi og bar jafnvel friðarmál á milli þjóðanna,
skuli nú vera orðinn einn af höfuðforkólfum styrj-
aldarinnar?
Kaldhæðni sögunnar, sem veldur því, að menn
framkvæma það oft og einalt, sem þeir mundu hafa
svarið fyrir áður, að þeir nokkru sinni mundu leggja
hönd að, hefir verið hér að verki. Og skal nú reynt
að gera hér nokkra grein fyrir þessu. En áður mun
þó rétt að segja nokkur orð um manninn sjálfan og
helztu æviatriði hans.
Thomas Woodrow Wilson er fæddur 1856.
Hann lagði stund á lögvisi, þjóðmegunarfræði og
sögu við háskólann. Þá er hann hafði verið mál-
færslumaður um nokkurt skeið, varð hann 1885 pró-
fessor í sögu og þjóðmegunarfræði við Bryn Mawor
College, sem er kvennaskóli í Fíladelfíu, síðan 1888
kennari við Wesleyan-háskólann, en árið 1900 pró-