Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Page 50

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Page 50
288 Woodrow Wilson. [ IÐUNN orðsending sinni 16. apr. 1916, sér nægja að ógna Pjóðverjum með friðrofum og með því að kalla heim sendiherra sinn, ef slíkt kæmi nokkuru sinni fyrir aftur; enda hétu Pjóðverjar því þá, að tak- marka kafbátahernað sinn og gerðu það um stund, að minsta kosti á þann hátt, að þeir gæltu þess belur en áður að granda ekki skipum hlutleysingja. En hugur Wilsons sjálfs var í raun réttri svo fjarri friðrofum, að hann mánuði síðar gerðist for- mælandi þess, að friður yrði saminn og bauðst til þess að fara með friðarmál á milli þjóðanna til þess að reyna að koma á allsherjar friði og svo tryggu frið- arsambandi meðal þjóðanna, að það yrði ekki roíið hvorki i bráð né lengd. Þetta var hugmynd hinnar svonefndu: League to Enforce Peace, er þá hafði verið slofnuð í Ameríku að undirlagi Tafts, fyrv. for- seta. Friðinn mætti tryggja, hugðu þeir, með gerða- dómstól og nauðungarvaldi sameiginlegs hervalds sambandsþjóðanna (sbr. Iðunni, II. ár, bls. 124). Hugmynd þessi fékk lítinn byr, að svo komnu, bæði í Ameríku og Evrópu, og svo fór líka kosn- ingaleiðangurinn í hönd í júlí 1916, þá er ganga skyldi til forsetakosninga í Bandarikjunum; en þá eru Bandaríkjamenn vanir að gleyma öllu öðru. Þó kom það nú fram, að demókratar, sem fylgdu Wil- son til endurkosningar, vildu fyrir livern mun hafa frið. En republikanar, og þá einkum Roosevelt, — en þeir héldu fram Hughes dómara sem sínu forseta- efni, — létu all-ófriðlega. Kosningarnar fóru, eins og kunnugt er, svo, að WiIsOn var endurkosinn, og þólti það bera órækan vott um fylgi friðarstefnunnar í Bandaríkjunum, enda var liann þá margnefndur — »friðarforsetinn«. Meðan þessu fór fram, var alt með fremur kyrr- um kjöruin á sjónum, og virlust Þjóðverjar heldur hafa dregið sig í hlé með kafbátahernaðinn. Skorti

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.