Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Page 52

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Page 52
290 Woodrow Wilson. [IÐUNN . mönnum, og enn mátti ráða það af orðsending þess- ari, að hann trúði því ekki enn, að Bandaríkjunum væri nein hætta búin af Þjóðverjum. Honum fórust þar orð á þessa leið: »Forsetinn leyfir sér að vekja athygli manna á, að það sem stjórnmálamenn ófriðarþjóðanna af beggja hálfu liafa í huga í stríði þessu er í raun réttri það sama, eins og lesa má út úr orðum þeirra yfirleitt bæði til þeirra eigin þjóða og út á við til lieimsins. Hvor um sig æskir þess að tryggja bæði almenn réttindi og einkaréttindi hinna veikari. þjóða og smá- ríkjannatjafn-örugglega gegn árásum og yfirgangi fram- vegis eins og almenn réttindi og einkaréttindi hinna miklu og voldugu ríkja eru varin nú í stríðinu. Sérhver óskar að tryggja sér sitt eigið öryggi á komandi tím- um, svo og öryggi allra annara þjóða og ríkja gegn því, að slik styrjöld geti nokkru sinni endurtekið sig, svo og fyrir árásum og hverskonar eigingjörnum yfirgangi«. Þessi orðsending hafði þó nokkuð gott í för með sér. Þá er skorað var á Þjóðverja að koma fram með friðarskilmála sína, neituðu þeir að gera það frekar en þeir þegar hefðu gert. Og er bandamenn höfðu borið ráð sín saman, settu þeir fram hina djarflegu friðarskilmála sína í orðsending þeirri, sem forsætisráðherra Frakka afhenti sendilierra Banda- ríkjanna í París 10. jan. f. á. Orðsending þessi var síðan send sendiherra Breta í Washington ásamt bréíi Balfour’s, sem þá skömmu áður var orðinn utan- ríkisráðherra Breta. Balfour fer fyrst nokkrum lof- samlegum orðum um viðleitni forsetans og áhuga- mál, en hittir svo, að því er Breium finst, naglann á höfuðið með því að lýsa því, hvað valdið hafi ófriðnum, ofbeldisverk Miðríkjanna gegn tveim smá- ríkjum. En forsendum ófriðarins lýsir hann þannig: »Pær voru þessar, að til var stórveldi, sem var

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.