Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Síða 64
302
Carl Snoilsky:
[ IÐUNN
Lát alla fræðinga þreyta þrasið
um þessi líkneski og brotinn stein; —
ég sé á strætunum forna fasið
hjá fögrum konum, hjá státnum svein.
Mig geta’ ei líkneskin gint til svona,
mig gabba þar ekki fræði nein, —
ég veit hin forkunnar fagra kona
var fráleitt sköpuð úr köldum stein.
Eg veit það og, jafnvel öðrum fremur,
hvar yndislegast þér brosir snót,
syðst við Neapel, þar svanninn kemur
með söng og kátínu þér á mót.
Þú sér í fjarlægð hann Vesúv velta
upp vikurstrókum um loftin blá;
þar víngarðsmeyna þarf varla’ að elta
og vitið skildu’ eftir henni hjá.
Nú lijarta mitt skal úr læðing leysa,
já, lýgi, uppgerð og fláttskap úr;
þig, ljónið unga, nú læt ég geisa
og ljósta’ um koll þitt hið gamla búr.
Já, geisuin áfram og gneggjum, stökkum
sem galdir folar um jarðarból;
heyr óm af söngunum lcátum, klökkum,
sem kveða við bæði’ um dal og hól.
Nú leitum þangað, þér ljósu hnokkar,
þar ljúfum skuggum af rósum slær;
á morgun, býst ég, við blygðumst okkar,
að beint við lifðum sem goð í gær.