Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Side 68

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Side 68
306 Siðasti engillinn hans Antohio Allegri. ;iðunn sagt, tók hann kápu sína og hélt af stað. Þegar hann kom til Parma, hélt hann til klausturs grámunkanna, því þeir skulduðu honum nokkuð fé fyrir erfiði, er hann hafði int af hendi fyrir þá. En þeir beittu fyrir sig ýmsum vífilengjum og afsökunum og létu hann synjandi frá sér fara. í örvænting sinni kærði faðir minn þetta háttalag þeirra fyrir dómstólunum. Og með því dómurinn féll honum í vil, hélt hann aftur til klaustursins til þess að fá peningana. Pegar þangað var komið, guldu munkarnir honum skuldina, er nam 200 lírum, í tómum koparpeningum; gerðu þeir það annaðhvort honum til smánar eða þá tii þess að henda gaman að honum. Með þessa þungu peninga- byrði á bakinu varð faðir minn svo að fara sömu leið til baka í brennandi sólarhita, þreyttur, móður og hungraður. Þegar hann kom heim, lagði hann af sér byrðina og sagði: »Börn mín, kona mín, nú er ykkur borgið«. Svo teigaði hann tvo bolla af vatni. En jafnskjótt og hann hafði drukkið vatnið, greip hann óttaleg kalda, hann fölnaði upp og féll í öngvitr nú liggur hann fárveikur, og líf hans er í inestu hættu«. Þegar Taddeo hafði heyrt þessa frásögu, læsti hann klefanum í skyndi og lagði af stað með unglingnum í áttina til Correggio, og hröðuðu þeir ferð sinni sem mest þeir máttu. Enn þá var lílið áliðið nætur. Þegar þangað var komið, gekk einsetumaðurinn inn í lítið, fátæklegt herbergi. Berir veggirnir báru þess Ijósan vott, að satt væri það, er unglingurinn hafði sagt honum um vin hans. Þar lá Antonio Allegri á fleti einu. Augu hans voru hálf-brostin og á enninu var kaldur sviti. Hann var svo náfölur, að hefði ekki dá- liti.Il snöggur andardráttur hafið upp brjóst hans við og við, hefðu allir mátt halda að hann væri liðið lík. Kona hans og börn voru hjá honum og grétu sáran; fékk þessi sorgarsjón svo mjög á Taddeo, að hann gat ekki tára bundist. Þegar sjúklingurinn varð var

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.