Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Page 70

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Page 70
308 Síðasti engillinn hans Antonio Allegri. [ IÐUNN vesalings konan mínl Og börnin mín?, hvað verður um þau, ef ég dey, ég sem einn hefi haft ofan af fyrir þeim. Nei, nei, ég vil ekki, vil ekki deyja!« »Og heldur þú þá ekki Correggio, að ég sé vinur þinn? Tekjum minum ætla ég að verja til þess að hjálpa þeim sem bágt eiga. Ég geng börnum þinum i föður stað«. »Þá dey ég ánægður«, sagði Antonio; »kallaðu á konu mína óg börn, að ég megi tilkynna þeim burtför mína, sem nú er í nánd«. Þá gaf Taddeo þeim öllum, er úti voru, bendingu um að koma inn. Þess gerðist ekki þörf að tilkynna þeim með orðum þá óumfljrjanlegu óhamingju, er yfir vofði. Konan kastaði sér í örvæntingu sinni upp í rúm eiginmanns síns og féll í ómegin. Lúðvík og Veróníka fleygðu sér í hægindastól og grétu beisklega. í öllum þessum harmi svaf litill engill, hún Agnes litla, vært í vöggu sinni við rúm föður sins. Alt í einu vaknaði hún af værum blundi og reis upp á olnboga sína; var þá engu líkara ed að hennar barnslega sál skildi, af hverju allur þessi mikli harmur stafaði, því hún stökk hálf nakin upp úr vöggunni, kastaði sér á kné, fórnaði höndum og virtist hefja huga sinn til guðs í eldheitri bæn. Jafnskjótt sem faðir hennar sá hana í þessari stellingu, lifnaði alt í einu hin sloknaða glóð listamannsgáfunnar í augum hans, vangar hans lituðust lífsins roða og hann reis upp í rúminu og kallaði: »Fáið mér pentlana mína!« Iíonan hans, sem raknað hafði við sér úr yfirliðinu fyrir nákvæma umönnun einsetumannsins, varð svo forviða af þessu óvænta atviki, að hún vissi ekki almennilega, hvort hún ætti að hlýða skipuninni- Þegar Taddeo sá þetta, kallaði hann til hennar: »Hermaðurinn vill deyja sem hermaður á vígvellin- um, lislamaðurinn vill deyja sem listamaður með pentla sína í höndum. Hlýðið honum«. Iíonan lét þá óðara að óskum Antonio. En hann fór glaður í bragði

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.