Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Síða 72
310 Síðasti engillinn hans Antonio Allegri. [iðunn
Jjóslega, að öll þessi útfarar-viðhöfn hafi að eins
verið fyrir siða sakir, því að fám döguni liðnum
mundi enginn eftir því, að Correggio hefði látið eftir
sig konu og börn, sem skorti brauð. En Taddeo
di Monsalvo gleymdi þeim ekki. Það var tillaga hans
að selja skyldi allar þær teiknanir og öll þau mál-
verk, er voru í vinnustofu hins látna listamanns, og
ttieðal þeirra var líka »síðasti engillinn hans«. Vonaði
Taddeo að svo mikið fé fengist fyrir þau, að hin fá-
tæka fjölskylda gæti lifað af því. Daginn sem upp-
boðið var haldið, komu sendiherrar frá öllum höfð-
ingjum landsins, en fremur litill varð ágóðinn af sölu
teiknananna. Eina vonin var þá »síðasti engillinn«;
en þegar uppboðið var byrjað, leit heldur ekki út
fyrir að mikið fengist jafnvel fyrir hann. Sendiherr-
ánn frá Ferrara bauð sem sé 400 dali, sendiherrann
frá Róm 600 dali, sendiherrann frá Mílanó 800 dali
og sendiherrann frá Mantova 1000 dali. Og nú var
að því komið, að myndin yrði slegin þeim síðast-
nefnda, en þá voru dyrnar að uppboðssalnum opn-
aðar og inn kom riddari albrynjaður með hjálm-
blikið dregið niður. Hann gekk snúðugt inn salinn,
lagði hendina á bekk uppboðshaldarans og mælti
hárri röddu: »í nafni Franz fyrsta, konungs yfir
Frakklandi, býð ég 50,000 reala«. Allir voru sem
þrumu lostnir. Eh þó urðu þeir enn meira forviða,
er hinn ókunni riddari lióf upp hjálmblikið, því þá
sáu allir, að þar var kominn »faðir Taddeo«. Og það
var hann í raun og veru. Þegar hann hafði fengið
fregnir um það, að Franz fyrsli væri á herferð i
Ítalíu, bjó liann sig fornum hertýgjum sínum og fóf
til lierbúða hins mikla konungs; og með því hann
var víðfrægur maður, veitti honum auðvelt að fá
leyfi lil að finna konung að máli. Hann sagði lion-
um þá, með hve sorglegum hætti dauða listamanns-
ins hafði borið að liöndum, skv'rði frá bágindum