Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1920, Blaðsíða 9
IÐUNN|
Falsfriður.
167
hæddur, hafður að athlægi og níddur í suðurþýzku
blöðunum.
Það er auðvitað einkaréttur blaðamanna að draga
upp skrípamyndir, eins og það er einkaréttur karl-
mannsins að vera ljótur. En það er alkunna, að til
eru menn, sem misbeita hvorumtveggja réttinum.
Eisner var lýst svo sem hann væri valdasjúkur
tnaður, gersneyddur hjarta og tilfinningum. Sagt var,
að fyrstu dagana, sem hann fór með völdin, hafi
hann — Þjóðverjinn — gengið á fund franskra her-
fanga til að hugga þá og uppörva, en samtímis hróp-
að til bræðra sinna, þýzku herfanganna i Frakklandi,
sem þrælkað var í grjótvinnu á vegum úti: Verið
þið kyrrir, þar sem þið eruð! Maðurinn með úfna,
ógreidda lubbann átti að hafa tamið sér einbvers-
konar hæðnisbros til þess því betur að geta leynt
tilfinningaríki kynþáttar síns, Gyðinga. Mæðrunum,
sem í ugg og ótta biðu sonanna, konunum, sem í
angist og söknuði biðu mannanna, var talin trú um,
að hann væri harðvítugur djöfull. Sannleikurinn var
sá, að enginn hafði talað eins sannfærandi orðum
nm rétt þýzku fanganna til heimferðar sem hann á
stefnu þeirri, sem Frakkar og þjóðverjar lögðu með
sér í Sviss.
Þeir, sem voru Eisner kunnugastir, votta einróma,
að hann hafi verið jafn göfuglyndur sem hann var
gáfaður.
Lesi menn t. d., hversu Alfred Fried lýsir honum
í mánaðarriti því, sem hann gefur út, eða hversu
einkafréttaritara Manchesler Guardian farast orð í
grein sinni 23. febr., er hann ritar frá Warszawa, þar
sem hann lýsir, hve milcil áhrif Eisner hafi haft á sig,
er hann sótti fund hans.
Hann drepur fyrst á íbúð þá, sem þau Eisner og
kona hans létu sér lynda í ráðherrahöllinni — þrjú
herbergi, fátæklega búin að húsgögnum. Honum var