Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1920, Blaðsíða 31
JÐUNN]
Mentamál og skólatilhögun.
189
það af Ansindunum, að þau komi í veg fyrir styrj-
aldir. Til þess að bæta þjóðirnar, dugar ekki fræðsl-
an ein í vísindum vorra tíma, heldur verða öldur að
rísa á ný og ganga yfir þjóðirnar, er flytji þeim göfgi
í lífsskoðun og siðferðisþreki.
En hvað sem þessu líður, þá er mentun og þekk-
ing eitt hið eftirsóknarverðasta af þessa heims gæð-
um. Mentamál þjóðar vorrar eru einhver allra mikil-
vægustu málin, sem hún verður að taka til ræki-
legrar íhugunar nú á þessum mikilvægu tímamótum
þjóðlífsins.
Ég ætla að gera þau að umtalsefni þessarar greinar.
Að vísu er ég ekki sérfróður í kenslumálum og get
ekki miklast af kennarareynslu, en þegar þess er
gætt, hve margir hér á landi ræða og rita um mál,
sem þeir hafa ekki vit á, þá ætti mér að virðast til
vorkunnar, þó að ég láti til mín heyra.
Árni Þorvaldsson, kennari á Akureyri, hefir skrif-
að í »Iðunni« 1918, bls. 98 o. s., grein um nýtt
skólafyrirkomulag, sem oft verður vikið að í þessu
máli. Gert er ráð fyrir því, að þeim, sem þetta lesa,
sé kunnugt efni þeirrar greinar og verður það því
ekki tekið upp hér.
2, Alþýðumentun og barnafræðsla.
Mentun alþýðu í heild sinni er ekki eins góð og
margir ætla og vera ætti. Öll alþýða manna hefir
ekki fengið aðra tilsögn en þá, sem barnafræðslan
veitir, og hún hefir verið og er víða í ólagi. Al-
þýða er yfirleitt læs og sæmilega að sér í einfald-
asta reikningi. Aftur á móti er hún ekki skrifandi,
svo að stórlýtalaust megi kallast. Er það vorkunn,
þegar þess er gætt, að alþýðukennararnir munu
sjálfir vera æði misjafnlega skrifandi. Að því er rélt-