Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1920, Blaðsíða 67
IÐUNN |
Tvennskonar fraegð.
225
Og af því svo langt er um liðið, er ekki ómögulegt,
að birt hafi yfir sálu hans og að hann lifi nú meira
að segja glaður og ánægður, og að hinn óþekti lista-
maður sé nú orðinn mjög sællegur og glaðlyndur
öldungur . . . En hvað um það, við verðum að leita
hann uppi! Og umfram alt verðum við að fá vit-
neskju um það, hvort hann hafi ekki málað fleiri
myndir . . . Komið með mér . . . « Og um leið og
Rúbens sagði þetta, gekk hann rakleitt til munks
nokkurs, er var að þylja bænir í annari kapellu, og
spurði hann með þeirri djarfmannlegu hæversku, er
honum var svo eiginleg: »Viljið þér gera svo vel að
skila til príórsins, að mig langi til að tala við hann,
með því ég hefi erindi til hans frá konunginum?«
Munkurinn, sem var fremur aldraður maður, reis
upp með nokkrum erfiðismunum og svaraði með
auðmjúkri og veikri röddu: — »Hvað viljið þér mér?
Ég er príórinn« — »Fyrirgefið þér mér, faðir, að ég
ónáða yður í bænagjörð yðar«, sagði Rúbens, »getið
þér sagt mér, hver hefir málað þetta málverk?«
nÞetta málverk?«, gall munkurinn við, »hvað mund-
uð þér halda um mig, ef ég yrði að segja yður, að
ég muni það ekki?« — »Hvað þá! Þér hafið vitað
það og hafið getað gleymt því?« — »Já, sonur minn,
ég hefi algerlega gleymt því«. — »Jæja þá, faðir
góður«.........sagði Rúbens í kersknisfullum hæðn-
isróm, »þér eruð þá ákafiega minnissljór!« Príórinn
lét sem hann heyrði þetta ekki og kraup aftur á kné
til að halda áfram bænagjörð sinni.
»Ég kem í nafni konungsins!«, æpti hinn stæriláti
og dáði flæmski málari. — »Hvað viljið þér frekar,
bróðir minn?«, muldraði munkurinn og lyfti hægt
upp höfðinu. — »Kaupa af yður þetta málverk«. —
»IJetta málverk er ekki falt«. — »Jæja þá, segið
mér, hvar ég get fundið höfund þess .... Hans há-
tign konunginn langar til að kynnast honum og ég
Iðunn V. 15