Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1920, Blaðsíða 11
HJUNN [
Falsfriður.
169
1918 kemst hann svo að orði: »Ver höfum megnustu
óbeit á blóðsúthellingum«.
í síðastliðnum febrúar kom hann fram fyrir hönd
þýzku þjóðarinnar á fundi, sem haldinn var í Bern.
Átli hann þar tal við fulltrúa óvinaþjóðanna til þess
eins, að koma á sáttum með þjóðunum sjálfum.
Alt um það var það framkoma hans á fundi þessum,
sem kom 18 ára gömlum liðsforingja af aðalsættum
til þess að skjóta hann skammbyssuskoti. En borg-
arablöðin í Miinehen höfðu reitt menn svo til reiði
gegn honum með rakalausum lygum um framkomu
hans á fundinum, að sú skoðun breiddist út, að hann
væri skaðræðisgripur, sem koma þyrfti fyrir kattarnef.
Að honum látnum mótmæltu öll þýzku blöðin
harðlega í nafni prentfrelsisins framferði hinna bæ-
heiinsku jafnaðarmanna. Höfðu þeir vaðið inn i
prentsmiðjur borgarablaðanna og spilt bæði hreyfi-
og prentvélum þeirra í hefndarskyni fyrir morðið.
Sjálfdæmi er áreiðanlega eigi lofsvert. En Andreas
Eatzko frá Zurich hefir þó réttilega vakið athygli
manna á því, að það gefi fullkomna ástæðu til um-
hugsunar, hversu alþýða manna í Múnchen hafði
hagað sér við þetta tækifæri. Þrátt fyrir liungur,
þorsta og volæði, rændi hún eigi gimsteinabúðirnar
auðugu, snerti hvorki við brauðgerðarhúsunum né
ölgerðarhúsunum frægu i Múnchen, en hún lét reiði
sina eingöngu bitna á blöðum þeim, sem birt höfðu
róggreinarnar um þenna leiðtoga landsins.
4.
Einkenni vorra líma eru mannvígin. Ymist eru
oienn drepnir hópum saman eða einn og einn. í
aprilmánuði var saxneska hermálaráðherranum varp-
að í Saxelfi og skotinn til bana af árbakkanum.
Að kvöldi 5. þ. m. héldu búsettir Gyðingar í Pinsk
i Lithauen fund með sér í fundahúsi safnaðarins.