Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1920, Blaðsíða 70
228
Pedro Antonio de Alarcón:
[ iðunn
og af sjálfum sér, en er nú nálægur hinni æðstu
sælu! . . . Og frægðin! , . . Þekkið þér nokkra
meiri frægð en þá, sem hann sækist eftir? Hvaða
rétt hafið þér til þess að kveikja upp aftur í sálu
hans hrævarelda fánýts prjáls og hégóma heimsins,
nú þegar óslökkvandi bál kærleikans logar skært í
hjarta honum? Haldið þér, að þessi maður, áður en
hann hafnaði auðæfum, frægð, völdum, æsku, ást-
um, öllu því, sem vér aumar mannskepnur hreykjum
oss af, hafi ekki áður orðið að heyja óttalegt stríð
við hjarta sitt? Getið þér ekki gert yður í hugar-
lund öll þau vonbrigði, öll þau sárindi, er hann
hefir orðið að þola til þess að komast að raun um
fals og tál allra heimsins gæða?«
»En þetta er að hafna ódauðleikanum!« æpti
Rúbens. — »Nei, það er að sækjast eftir honum!«,
svaraði príórinn.
— »Og hvaða rétt hafið þér til þess að stilla yður
á milli þessa manns og heimsins? Leyfið þér mér
að tala við hann og svo getur hann sjálfur ákveðið,
hvað hann vill!« — »Ég geri það samkvæmt þeim
rétti, er mér ber sem eldra bróður, sem lærimeistara,
sem föður; því alt þetta er ég honum! . . . Ég geri
það í nafni guðs, segi ég yður enn þá einu sinni!
Óttist þér hann .... fyrir sakir velferðar sálar yðar«.
Og um Ieið og príórinn sagði þetta, setti hann munka-
hetluna á höfuð sér og gekk fram eftir kirkjunni.
— »Látum oss fara«, sagði Rúbens. »Nú veit ég,
hvað ég á að gera«. — »Meistari!« gall þá við einn
af lærisveinunum, sem altaf, meðan samtalið fór
fram, hafði horft ýmist á munkinn eða málverkið:
»Finst yður ekki eins og mér, að þessi munkur sé
fjarska Iíkur unga manninum, sem er að deyja þarna
á málverkinu?« — »Jú, ef það nú er!« —, gullu nú
allir við. »Ef við hugsum okkur lirukkurnar horfnar
og skeggið tekið burt og drögum frá þau 30 ár, sem