Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1920, Blaðsíða 59
IÐUNN ]
Sóttarflutningur.
217
vita til að heilbrigður maður hafi gengið með sótt-
kveikju í sér eftir taugaveiki eru 70 ár. Hafði sá
fengið taugaveiki á barnsaldri, en alla ævi hafði mátt
rekja til hans taugaveikisfaraldra, stærri og smærri.
í sóttberunum heldur taugaveikissóttkveikjan lið-
ast til í gallfærunum, í þörmum og þarmsárum,
einkum neðst í mjógirni og ofan til í langa. Á sjúk-
lingunum halda sóttkveikjurnar til á þessum stöðum,
stundum líka í nýrum. Stafar mest hætta af þeím
sóttberum, sem hafa sóttkveikjur í þvagi, en sjaldan
á það sér stað, sem betur fer. Gallið er afbragðs
gróðrarreitur fyrir sóttkveikjur. Komast þær að lílc-
indum þangað með blóðinu, gegn um lifrina. Verið
getur og, að sóttkveikjurnar valdi sárum í gallblöðru-
vegg, meðan veikin varir, líkt og í þörmum, og eimir
þar lengi eftir af. Bólga í gallfærum, sem er tíður
kvilli með mönnum, oft viðhaldið af steinum, kem-
ur ólagi á gallrásina, veldur þar á stundum eins-
konar uppistöðu, en einmitt þessi kvilli gerir sótt-
kveikjunum hægara um vik að haldast við þarna
en ella myndi. Gallfærasjúkdómar eru miklu tíðari
á konum en körlum, og valda því ýms atvik, sem
hér verða eigi greind. Reynslan hefir og sýnt, að
konur verða miklu oftar sóttberar upp úr taugaveiki
en karlar. Það helzt því nær í hendur, hvað gall-
færasjúkdómar eru tíðari á konum en körlum og
hilt, hvað þær verða oftar sóttberar en þeir. Hlut-
fallið er 4 : 1. Það er einnig nokkuð undir aldri
komið, hvort menn verða sóttberar að afstaðinni
taugaveiki eða eigi. Börn og unglingar verða sjaldan
sóttberar um lengri tíma, roskið fólk tillölulega miklu
oftar. Veikinni er það búhnykkur, að konur verða
oftar sóttberar en karlar. Rær búverka innivið og
matselda. Sé kona sóttberi og gæti hún eigi ýtrasta
hreinlætis með hendur sínar, þá er hægurinn hjá
fyrir sóltkveikjurnar að komast í matinn og úr hon-