Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1920, Blaðsíða 13
IÐUNN1
Falsfriður.
171
komið, varð eigi skotaskuld úr því að fá hann svkn-
aðan með öllu.
Með því það var of ilt afspurnar, að manntetur
það, stjórnleysinginn Cottin, sem veitti (Llemenceau
banatilræðið, — það hafði eigi aðrar afleiðingar en
þær, að forsætisráðherrann varð að hýrast heima
nokkra daga — væri nær samtímis dæmdur af
lífi, hefir dómi hans verið breytt í 10 ára fangelsi.
Skömmin vofði ella yfir höfðum Frakka. Hliðstæðan
að sýknunardómi ViIIains er þó eigi þessi einskis-
verði dómur yfir Cottin ómerkingnum, heldur Dreyfus
dómurinn alræmdi, sem árum saman hélt Clemen-
ceau í vígamóði.
5.
Merkur jafnaðarmannaforingi enskur, Dr. L. Haden
Guest, úr Counly Council Lundúna, dvaldi nýlega um
6 mánaða skeið i Egyptalandi. Hann var herlæknir
og kyntist helstu mönnum flokkanna. Varð hann í
för þessari margs vísari og fær skýrsla sú, er hann
gaf í Lundúnum, manni ærinnar umhugsunar.
Hann telur, að þjóðernishreyfingin sé eigi merg-
Hrinn málsins, heldur sé ill meðferð á Iandsmönnum
i ófriðnum orsökin til óánægjunnar. Hér um bil
120,000 Egypta var jafnað niður í verkamannasveit-
irnar, skurðaflutningadeildirnar og liðstyrk þann,
sem flutti á úlföldum og ösnum. Svo var sagt, að
menn þessir hefðu gengið sjálfviljugir í þjónustuna,
en sannleikurinn var sá, að þeir voru oftast nær
ráðnir nauðugir.
Máli manna þessara var eigi tilfinnanlega lágur,
en umliðinn vetur fengu margir þeirra litinn fatnað
°g lélegan mal. Dr. Guest kom sjálfur í herbúðir,
þar sem bæði vantaði föt og fæði. Auk þessa var
oiönnum, sem ráðnir voru til 6 mánaða, haldið langt
yfir réttan tima. Hýðingum var beitt. Farsótlir gengu