Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1920, Blaðsíða 36
194
Árni Árnason:
i iðunn
undir því komið, að melin hallist til réttu hliðarinn-
ar, þá er mikil þörf á kandleiðslu góðra manna. En
hvernig fer svo oft og einatt? Unglingarnir eru »teknir
í kristinna manna tölu« 14 ára að aldri. Þá er kyn-
þroskaskeiðið yfirleitt að byrja. Sumir verða þá að
fara, að bjarga sér sjálfir, ef til vill að mestu leyti,
taka fyrir einhverja alvinnugrein og »fara út í heim-
inn«. Til þessa hafa þeir verið taldir krakkar,
en eru nú í einu hendingskasti orðnir »fullorðið
íólk«. Þroskun þeirra og mótun sálarlífsins verður af
handahófi og fer eflir þeim félagsskap, sem ungling-
arnir lenda i. Sumir eru aítur látnir ganga menta-
veginn og koma í Mentaskóla. i’ar tekur við þeim
skólaaginn og þeir eru skoðaðir krakkar lengst af
skólalímanum. Hvortveggja áhriíin eru þannig þver-
öfug hvort við annað, en bæði skökk og samsvara
ekki eðli og þörfum æskulýðsins.
4. Gagnfræðamentunin.
Þeir unglingar, sem fá vilja meiri fræðslu en heimt-
uð er lil fermingar, fara á gagnfræðaskóla, kvenna-
skóla eða þá skóla, sem búa undir sérstök störf
(kennaraskóla, stýrimannaskóla, búnaðarskóla o. s.
frv.), ef þeir ekki ganga lærða veginn og fara í
Menlaskólann. í gagnfræðaskólunum er kent og haft
til prófs: íslenzka, danska, enska, saga, landafræði,
eðlisfræði, náttúrufræði og stærðfræði. Enn fremur
kristin fræði, söngur, teikning, leikfimi og skólaiðnað-
ur, sem þó ekki eru til prófs. Á kennaraskólanum er
kenl nálega hið sama, þó ekki enska, en aftur á
móti uppeldisfræði. Námstíminn í gagnfræðaskólun-
um og kennaraskólanum eru 3 vetur. Lægra aldurs-
takmark ti! inntöku í gagnfræðaskóla er 12 og 14
ár, en 18 ár í kennaraskóla. Kennaraskólinn er í raun