Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1920, Blaðsíða 15
IÐUNN|
Falsfriður.
173
Nú verði þeim veitt leyfið. Á hinn bóginn telur hann
með öllu ógerlegt að veita fararleyfi Said Zaghine
Pasha og öðrum egypzkum foringjum, sem fluttir
hafa verið úr iandi, af því viðurkent erindi þeirra á
friðarþingið sé að steypa stjórn Breta í Egyptalandi.
— Maður gæti glæpst til að halda, að Rushdi Pasha
og Adly Pasha, væru ekkert sérlega liættulegir ná-
ungar.
6.
Ósjálfrátt verður manni á að renna liuganum frá
Egyptalandi til Indlands, þar sem svipaðar ástæður
eru fyrir hendi.
í bók sinni British rule in India tilgreinir W. I.
Bryan svo hljóðandi orð eftir indverska útgefanda
Calcutta-timaritsins Indian World.
»Þótt Indland hafi eigi frjálsa stjórnarskrá enn sem
komið er, er það vissulega eigi landinu að kenna.
Indland liefir nú lotið brezkum yfirráðum um
hálfa aðra öld, en er enn eins og það var á mið-
öldum. Getur hryggilegri ljfsingu á mentandi áhrifum
stjórnar þessarar!
Þegar Englendingar komu til Indlands, var landið
aðalaðsetur Asíu menningarinnar og skilyrðislaust
höfuðríki álfunnar. Japan kom á þeim timum eigi
til greina.
Nú hetir Japan snúið við blaðinu á einum 50 ár-
"w og veitt öllum seinni tíma umbótum yfir landið,
en Indland verður eftir 150 ára enska stjórn að una
þeirri ógæfu að hlíta forsjá annars ríkis«.
W. I. Bryan hefir indverskar heimildir fyrir því,
að skóla vanti í 4 af hverjum 5 sveitaþorpum. Þegar
litið er á skatlana, sem eru gífurlegir, skýrir stjórnin
sjálf svo frá, að árin 1904—5 hafi 6V2 miljónir ster-
hngspunda verið veittar til kenslumála, en 90 milj.
hl hersins; muni útgjöldin til kenslumálanna vaxa á
næsta ári um V2 rnilj., en til hersins um 12 milj.