Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1920, Blaðsíða 47
IÐUNN 1
Kenslumál og skólatilhögun.
205
íslandssaga er talin sérstök námsgrein, ásamt
bókmenta- og menningarsögu og þjóðfélagsfræði. Það
skiftir raunar litlu máli. En hitt er eftirtektarvert,
að íslenzk menningarsaga hefir ekki verið kend í
skólanum og er ekki enn, svo ég viti. Fari ég með
rangt mál, bið ég velvirðingar, en að öðrum kosti
er þetta skólanum til vanvirðu. Hitt er ekki heldur
vansalaust, að ekki skuli vera til bækur í þeirri grein.
Ég fyrir mitt leyti var næsta ófróður í menningar-
sögu þjóðar minnar, þangað til ég las »GulIöld ís-
lendinga«, en sú bók er menningarsaga vor um visst
áraskeið.
Stærðfræði. Um þessa námsgrein skiftast nem-
endur venjulega í tvo flokka, eins og straumur klofn-
ar á kletti. Hún aðallega veldur tvískiftingu skólanna
í deildir, þó að fleira geri það á yflrborðinu. Um
enga námsgrein eru skoðanirnar líka ef til vill skift-
ari en hana. Vegna þessa ætla ég að fara um hana
nokkrum orðum, en ekki vegna þess, að ég hafi
þekkingu á henni eða kennarareynslu til að bera.
Það er sannfæring mín, að stærðfræði sé í eðli sínu
vel fallin til að þroska alhygli nemenda, dómgreind
og rökrétta hugsun, en vel að merkja þeirra einna,
sem hafa vilja og getu til þess að koinast niður í
henni. En reynslan sýnir, að þeir eru margir,
sem ekki fá áhuga á henni og hafa ekki hæfileika
til stærðfræðináms. Að þessu leyti er ólíkt ástatt
»stærðfræði« og aðrar námsgreinar, sem frekar
«ru allra gagn og allir geta gutlað talsvert i. En
sennilega eru ekki eins margir »ónýtir í stærð-
fræði« og í fljótu bragði virðist, því að oft er áhuga-
leysi um að kenna og skorti á heppilegri kenslu; en
góð kensla er nauðsynlegri og líklega vandfengnari i
stærðfræði en víða annarsstaðar. Ekki munu þó allir
geta orðið leiknir i stærðfræði með góðri kenslu. Ég
gseti trúað því, að leikni í henni fengist trauðlega