Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1920, Blaðsíða 41
JfiUNN1
Mentamál og skólatilhögun.
199
sem taldir hafa verið. Lærdómsdeildin er áframhald
af gagnfræðaskólunum og nemendum þeirra því bein-
línis geflð undir fótinn að ganga lærða veginn, sem
liggur til embælta; aðsókn að háskólanum verður of
mikil að tiltölu við fólksfjölda liér á landi. Af þessu
leiðir líka óþarfa tímatöf, því að sumar námsgreinar
«ru að nokkru leyti endurteknar. Skólarnir verða
«kki heldur eins heppilegir gagnfræðaskólar fyrir
bragðið; þeir eiga að veita alþýðu nauðsynlega und-
irstöðu mentunar en ekki annað. Prófin eru óábyggi-
leg og sýna ekki kunnáttu skólanemenda, því miklu
«r slept til prófs af því, sem lesið hefir verið. Neðra
aldurstakmarkið til inntöku er of lágt.
Kostir eru auðsæir á tillögum Árna Þorvahlssonar,
«n þeirra verður getið síðar í sérstökum kaíla (8. k.).
Aftur ætla eg að geta þegar um nokkra galla, sem
mér virðast vera á tillögu lians. Læt ég mér að þessu
leyti farast líkt og svo mörgum öðrum.
Aðalgallarnir eru tveir. Annar er sá, að nemendur
«iga að byrja of snemma á því að taka fullnaðar-
próf. Þeir yrðu, við lok fyrsta námstímabils, tæplega
komnir af barnsaldri, og ekki svo þroskaðir, að þeir
væru yíirleitt færir um að taka stúdentspróf í neinni
grein. Hinn aðalgallinn er sá, að mjög er hætt við,
að nemendur hefðu týnt niður því, er lært var á
fyrstu árunum, er síðasta fullnaðarpróf væri tekið.
Flestir munu hafa af því að segja, að furðu auðvelt
«r að gleyma jafnvel því, er menn kunnu vel. í þéssu
sambandi má þó geta þess, að sumir telja gagnið og
tilganginn aðallega þann, að æfa andlegu hæfileikana
og segja sem svo: »Mentun er það, sem eftir er,
þegar alt er gleymt, sem var lært«. Aðrir standa á
öndverðum meið og álíta gagnið af mentaskólalær-
dómi aðallega það, að safna fróðleik í sarpinn og
leggja á minnið. En gagnið er þetta hvorttveggja,