Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1920, Blaðsíða 24
IIÐUNN
Andrew Carnegie.
í hérumbil 20 km. fjarlægð frá Edinborg, í hinu
undurfagra Fifeskíri, er bærinn Dunfermline. Þar
eru damaskdúkar ofnir. Enginn heíir enn getað gert
sæmilega grein fyrir því, af hverju menn fóru sérstak-
lega að stunda þá iðn þar. Hún hófst þar, eftir því
sem fróðir menn segja, 1718 og síðan hefir allur helm-
ingur bæjarmanna stundað hana. Nú er þar bæði
járnsteypa og sápusuða, dúkagerðarhús og litunar-
stofur. En er vefarasonurinn Andrew Carnegie fædd-
ist í þennan lieim árið 1837, voru engar aðrar iðnir
reknar þar en léreftagerð og damaskdúka. Voru
þetta 2 vefstólar í hverjum kofa og alt otíð með
höndunum. Við 2 þessara vefstóla sátu foreldrar
Carnegies, en sjálfur stóð hann, frá því er hann varð
6 ára að aldri, að baki foreldrum sínum og spólaði
á spólurnar.
Svo er sagt frá foreldrum Carnegies, að þau þætt-
ust af góðu bergi brotin. í Dunfermline eru rústir
af gömlu Benediktína-klaustri og þar má enn finna
gröf Skotakonungsins Róberts Bruce. En kona Car-
negies gamla hafði einhvernveginn fengið þá flugu
í höfuðið, að hún væri ein af afkomendum konungs
þessa. Maður að nafni Carnegie hafði einnig tekið
þátt í orustunni við Culloden, þar sem ríki Stúarta
leið undir lok; en þetta kom Carnegie gamla, föð-
ur Andrew’s á þá skoðun, að hann væri einn af-
komandi þessa státna höfðingja. Von var, þótt hon-
um þætti ævin dauf í vefarakofanum á móts við hirð-
lifið í höllu þessa áa síns. Að visu gátu þau haldið
í sér líftórunni með þessum tveim vefstólum, en það