Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1920, Blaðsíða 72
230
Alex. Jóhannesson:
jlÐUNN
»En nú finnst mér þó jafnvel meira til um manninn
sjálfan en um meistaraverkið hans!«
f Árni Porvaldsson þýddi.j
íslenzkir listamenn.
Nína Sæmundsson.
Kynlegir kvistir vaxa nú margir upp úr þjóðlífsakri
íslendinga og er gleðileg sú hugsun, að með hverju
ári vex fjölbreytnin i íslenzku listalífi: Ijóðskáldin
leita að nýrri fegurð i búning og braghreim (Gestur),
sagnaskáldin setjast við Mímisbrunn íslenzkrar for-
tíðar (Trausti í síðustu bókum sínum), fara um
sveitir lands og hvessa sjónir á öfl þau, er ráða nú-
tíðarlífi og hugsunarhætti þjóðarinnar (Guðm. Frið-
jónsson, Sig. Heiðdal) eða reyna innan íslenzkra vé-
banda að ráða allifsins miklu gátur (Einar Hjörleifs-
son Kvaran). Leikritaskáldum og tónskáldum fjölgar,
en er litið er á þróun íslenzkra lista á síðasta manns-
aldri, fábreytnina fyrrum og frjóangana alla á vor-
meiði hinnar ungu, frjálsu þjóðar, er eðlilegt að efn-
ishugsunin (Stoffsinn Þjóðverja) ráði nú meiru en
búningshugsunin (Formsinn). í Ijóðlistinni kennir
þó meiri búningshugsunar, og einstaka sagnaskáld-
um (eins og t. d. Guðm. Friðjónssyni) hefir tekist
alloft að meitla þessa fegurð í söngþrungnu hljóð-
falli islenzkrar setningaskipunar og mergjuðu máli.
Samræmi efnis og búnings er skilyrði sannrar listar,
sem fæstir ná. Ymist ber efnið búninginn ofurliði