Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1920, Síða 70

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1920, Síða 70
228 Pedro Antonio de Alarcón: [ iðunn og af sjálfum sér, en er nú nálægur hinni æðstu sælu! . . . Og frægðin! , . . Þekkið þér nokkra meiri frægð en þá, sem hann sækist eftir? Hvaða rétt hafið þér til þess að kveikja upp aftur í sálu hans hrævarelda fánýts prjáls og hégóma heimsins, nú þegar óslökkvandi bál kærleikans logar skært í hjarta honum? Haldið þér, að þessi maður, áður en hann hafnaði auðæfum, frægð, völdum, æsku, ást- um, öllu því, sem vér aumar mannskepnur hreykjum oss af, hafi ekki áður orðið að heyja óttalegt stríð við hjarta sitt? Getið þér ekki gert yður í hugar- lund öll þau vonbrigði, öll þau sárindi, er hann hefir orðið að þola til þess að komast að raun um fals og tál allra heimsins gæða?« »En þetta er að hafna ódauðleikanum!« æpti Rúbens. — »Nei, það er að sækjast eftir honum!«, svaraði príórinn. — »Og hvaða rétt hafið þér til þess að stilla yður á milli þessa manns og heimsins? Leyfið þér mér að tala við hann og svo getur hann sjálfur ákveðið, hvað hann vill!« — »Ég geri það samkvæmt þeim rétti, er mér ber sem eldra bróður, sem lærimeistara, sem föður; því alt þetta er ég honum! . . . Ég geri það í nafni guðs, segi ég yður enn þá einu sinni! Óttist þér hann .... fyrir sakir velferðar sálar yðar«. Og um Ieið og príórinn sagði þetta, setti hann munka- hetluna á höfuð sér og gekk fram eftir kirkjunni. — »Látum oss fara«, sagði Rúbens. »Nú veit ég, hvað ég á að gera«. — »Meistari!« gall þá við einn af lærisveinunum, sem altaf, meðan samtalið fór fram, hafði horft ýmist á munkinn eða málverkið: »Finst yður ekki eins og mér, að þessi munkur sé fjarska Iíkur unga manninum, sem er að deyja þarna á málverkinu?« — »Jú, ef það nú er!« —, gullu nú allir við. »Ef við hugsum okkur lirukkurnar horfnar og skeggið tekið burt og drögum frá þau 30 ár, sem
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.