Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Side 18

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Side 18
176 Sigurður Nordal: IÐUNN geisar eimi ok aldrnari, leikr hár hiti við liimin sjálfan. Enn eru náttúrulýsingarnar íslenzkar, teknar úr um- hverfinu: Sér hon upp koma öðru sinni jörð ór ægi iðjagrœna; falla forsar, flýgr örn yfir, hinn er á fjalli fiska vciðir. Gulltöflurnar finnast aftur í grasinu á túni goð- anna. En með endurkomu Baldurs og Haðar er skáldið í raun og veru kominn út yfir takmörk Ása- trúarinnar. Hann hafði gefið henni alt, sem hún gat heimtað, og síðast í kvæðinu fékk hinn nýi boð- skapur að njóta sín líkt og hann hafði heyrt hann um daginn. Gimlé var ekki annað en norrænt heiti, sem hann valdi hinni himnesku borg, líkt og Eilífur Goðrúnarson kallar Jórdan Urðarbrunn. Þar áttu góðir menn og dyggvir að njóta eilífs yndis, og þangað átti hinn æðsti guð að vitja og taka við ríki sínu yfir hinu eldskírða úrvali goða og manna. Nú eygði hann endalok baráttunnar, nú fanst honum lífið hafa tekið hann í fulla sátt við sig. Jörðin, sem gein gröfnum munni við syni hans vegnum (eins og hann hafði kveðið í Ögmundardrápu), lokaði ekki framar útsýninu. Hann sá Ögmund á Gimlé og hafði eignast von um að bitta hann þar attur. Sjálfur vildi hann líka sættast. Eiðrofunum var nóg hegning að vaða þunga strauma til ragnaraka. Hann heimtaði ekki eilífar kvalir. Hann átti norrænan hefndarhug, en ekki austræna grimd. Hann kaus að líta að lok-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.