Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Page 39

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Page 39
IÐUNN Kvæði. 197 klæðast grænu hæðir, geislar glæstrar sunnu gulli prýða hlíðar. Vor að vetri flúnum, vefur grund og sundin móðurörmum mjúkum, mjöllu þvær af fjöllum. Grænkar hlíð og hjalli, hnjúkar fránir blána, ljúft á láði ísa lýðum gerir vera. Losna úr læðing vetrar lækir fjalla sprækir, stikla steina og urðir steypast fram af hamri bregður enn í bugður bláa silungsáin, syngur lóa und sólu sumar í hjörtu guma. Hásumar. Klifar fé um klettabrúnir kuldi og vetur eru flúnir lyftist hlíð í ljósi sólar loga af sóley grænir hólar, fíflar gulum kinka kollum krakkar una í berjamó Staka. Geislarúnum glitrar ský græðir tún og hólinn fjallabrúnum brosir lilý blessuð júnísólin.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.