Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Side 40
IÐUNN'
Píslarvottar tízkunnar.
ÍKLEGA er það ekki margt, sem
menn, undir niðri að minsta kosti,
þrá öllu meira en það, að líta
sæmilega út. Aðdráttarafl mann-
legrar fegurðar er voldugt í heimi
þessum. Flestir hafa reynt það og
flesta mun langa til þess, að þurfa
ekki aðeins að verða fyrir valdi þessu, heldur geta
einnig beitt því.
En »enginn verður óbarinn biskup«, segir gamall
málsháttur frá þeim tímum er biskupsembættið þótti
það æðsta, er hugsað varð til þess að ná fyrir ál-
genga dauðlega menn. Og svo er það um hvert há-
leitt mark, að það kostar nokkuð að ná því. Það
eru ekki allir, sem fá fegurðina í vöggugjöf. Og það
ber ekki sjaldan við, að einmitt þeir, sem hana fá í
vöggugjöf, verða æstastir allra í því að auka hana
enn meir. Það er líka ef til vill einskonar mótleikur
þeirra, sem skortir meðfædda fegurð (og þeir eru
líklega venjulega í meiri hluta), að umbreyta svo
hugmyndunum um mannlega fegurð, að enginn fái
hana í vöggugjöf, heldur verði allir að öðlast hana í
sveita síns andlitis.
Varla mun nokkur villiþjóð finnast á svo lágu
menningarstigi, að þessi þrá eftir fegurð geri þar ekki
vart við sig og knýi menn og konur til stórra fórna
á altari fegurðarinnar. Pað er ekki sársaukalaust að
láta bora með nafri gegnum eyrnasnepla, nef og varir
til þess að geta hengt þar hringi og annað skraut,
svo sem beintappa, tjaðrir eða slikt. En hvað skal gera,