Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Page 49

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Page 49
IÐUNN Pislarvottar tizkunnar. 207 og kennimenn móli stuttum kvenbúningum, því að með því væru konurnar láta það sjást, sem guð hefði hulið — með því að klæða Evu í skinnkyrtil í Eden! Hvað hefðu þeir þá mátt segja á undanförnum árum. Ef við snúum okkur svo að karlmannabúningn- um á þessum öldum, þá tekur ekki betra við. AUar þær tilraunir, sem þeir hafa gert til þess að vera í merkileg- um buxum, eru fleiri en svo, að þeim verði lýst í fáum orðum. Það verður því að stikla á stærstu vitleys- unum. Á 14. og 15. öld þektu menn ekki aðra nauð- syn meiri en þá, að gera buxurnar svo þröngar, að þar varð að ganga maður undir manns hönd til þess að koma verulega velklæddum manni i buxurnar og úr þeim. Oft og víða sýnist pottur hafa verið brotinn í þessu efni. Að minsta kosti sagði heimamaður Snorra goða það, þegar hann vildi draga brókina af t*ór- oddi Þorbrandssyni og fékk ekki náð henni: »Eigi er það logið af ykkur þorbrandssonum, að þér eruð sundurgerðarmenn miklir, að þér hafið klæði svo þröng, að eigi verður af yður komið«. Einkennileg- ast var það þó, að með þessum þröngu buxum voru 4. mynd.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.