Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Side 51
IÐUNN
Píslarvottar tizkunnar.
209
ingum, en nokkurnveginn kvalalaust, nema helzt
fyrir myndhöggvarana, sem alla tíð hafa verið í vand-
ræðum með að búa til »buxnamenn« svo, að ekki
væri til háðungar. Og þegar talað er um »biðilsbux-
ur«, þá hlýtur það orð að vera frá því fyrir stjórn-
arbyltingu, þegar menn gátu farið í reglulega til-
komumiklar buxur við hátíðlegustu og afdrifaríkustu
tækifæri.
Pá getum við fært okkur enn einn áfangann upp
eftir. Um miltið hefir áður verið talað. Þó má geta
þess, að konur sýnast alt af hafa verið öðru hvoru
óánægðar með þá guðs ráðstöfun að skapa mittið
einmitt á þessum stað, sem það er, og hafa gert
miklar tilraunir til þess að færa það, ýmist upp
undir hendur eða niður á mjaðmir. En kvalalaust
mun það oftast hafa verið, og skal því láta útrætt
uin það hér.
Treyjan hefir tekið á sig fjölda mynda, en þó hafa
menn líklega kvalið sig einna minst með henni. —
En stórar ávítur hafa einkum konur oft og einati
t'engið fyrir ýms tiltæki sín hér sem annarsstaðar.
T. d. var það siður á 14. og 15. öld að hafa erma-
lausar treyjur og gera handvegina ákaflega víða. —
Voru þessi op kölluð »vítisgluggar« því að það, sem
inn um þá sást, þótti ekki vekja heilagar hugrenn-
ingar.
Þá hafa konur jafnan verið dálítið veikar fyrir
þeirri freistingu að gera hálsmálið vítt og sýna nokk-
uð af bringunni. Má sjá dæmi þess á 3. mynd. —
Prestur einn í Vínarborg óskaði þess af stólnum að
örn Jóhannesar1) vildi dríta á öll þessi svívirðulegu,
beru brjóst Vínarkvennanna. Petta orðbragð heyksl-
aði svo áheyrendurna, að það var kært fyrir bisk-
1) Bins og kunnugt er, er örninn tákn Jóliannesar guðspjallamanns,
en uxinn tákn Matteusar.
Iðunn III.
14