Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Qupperneq 55
IÐUNN
Píslarvottar tizkunnar.
213
að karlmenn hefðu nokkru sinni látið leiðast afvega
í þessu efni. En þeir hafa nú samt gert það svika-
laust. Karlmannahattar á miðöldunum vora oft og
einatt ótrúleg ferlíki. En merkilegasta höfuðfatið var
þó strúturinn. Hann er ekki ólíkur fjalli því í Borgar-
firði, sem ber nafn hans, m. ö. o. myndarlegt höfuð-
fat. En á 14. og 15. öld er farið að lengja hann
heldur en ekki. Lafði hann þá niður eftir bakinu
lengra og lengra þar til hann náði niður á jörð.
Og enn lengdist strúturinn og dróst eftir jörðinni.
Við hátíðleg tækifæri létu konungar marga skósveina
ganga á eftir sér og bera strútinn. Strútur tíðkaðist
hér með heldri mönnum, og þegar Jón Arason vildi
villa sendimann Ögmunds, setti hann á sendimann
sinn meðal annars »húfu með strút«, til þess að
hann héldi að þar væri biskupinn sjálfur.
Hárið er ein mesta prýði kvenna, enda hefir það
fengið að vita af því, að það átti að lita sem bezt
út, og hefir þá stundum orðið að mesta kvalaverk-
færi. Komið hefir fyrir að hárið hefir verið falið
mjög vandlega og þótt argasta ósvinna að láta sjá
votta fyrir því. Hafa ungar stúlkur þá orðið sð stel-
ast til þess að láta (eins og það væri óvart) smá
lokka gægjast fram hjá eyrunum, rétt til þess að
lofa piltunum að sjá, hvort hárið væri ljóst eða
dökt. Líka hefir það verið siður að raka hárið af
sumum stöðum á höfðinu, einkum í gagnaugunum.
En svo hefir þetta verið bætt upp þess á milli með
því að auka hárið um allan helming og hreykja
því upp með ull og vír og silkiböndum. Frægust er
þó heybólsturs-hárgreiðsla Maríu drotningar An-
toinettu á 18. öldinni. Önnur eins dómadags hrúga
af öllu mögulegu hefir aldrei í manna minnum sést
á nokkru kvennmannshöfði eins og þá tiðkaðist.
(Sjá 8. ipynd). Róm var ekki reist á einum degi,
segir gamalt máltæki og það má nærri geta, ac) það