Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Side 56
214
Magnús Jónsson:
IÐUNN
var ekki neitt áhlaupaverk að hlaða þennan bólstur.
Var ómögulegt að eiga í því stappi á hverjum degi,
og kemur þá að einu því mesta þrekvirki, sem
unnið hefir verið í þágu fegurðarinnar. Þessar aum-
ingja hefðarfrúr máttu aldrei halla sér útaf á svæfil.
Þær áttu bókstaflega talað hvergi höfði sínu að að
halla, fallega höfðinu með öllu skrautinu. Pær urðu
að sofa á einskonar vél, sem
var svo útbúin, að bólstur-
inn skemdist ekki.
En svo var annað. Yfir
allan þennan bólstur var
stráð kynstrum af dufti til
lits og ilms og annars slíks.
Við þessu mátti ekki hagga
og aldrei mátti þvo það.
Þvottur var yfirleitt eitt af
því, sem var fyrirboðið. En
þá kom Ijótur óvinur á vett-
vanginn og það var kláðinn.
Þessar hefðarmeyjar og frúr
urðu að bera með sér langan
tein (auðvitað úr gulli eða
fílabeini) til þess að klóra
8. mynd.
sér með í fínheitunum, og þótti það kurteisi á
mannamótum.
En karlmennirnir. Þá skortir hárprýðina, en var
það ekki grátlegt að þurfa að sitja bjá öllu þessu
hárskrauti? Og náttúrlega gátu þeir vel tekið þátt í
því — með fölsku hári, gerfihári. Og þeir urðu á undan
kvenfólkinu í mestu ógengdinni. En það var líka
sjálfur sólkóngurinn Loðvík XIV. sem gekk þar á
undan. Hann var víst ekki verulega vel hærður, og
málti auðvitað ekki láta á þvi bera, hann sem var
að vísu minni en guð, en meira en maður. Hann
setti því á sig hárkollu, og allir aðrir tóku þann