Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Page 58
Róm.
Ferðasögubrot eftir Fr. Fr.
Ég var á ferðalagi mínu um Ítalíu á leiðinni til
Rómaborgar. Ég kom frá Napoli (Neapel), þar sem
ég hafði dvalið nokkra daga aðallega til þess að sjá
Pompei. Hefði ég að vísu haft gaman af að vera þar
lengur, en ég timdi ekki að taka fleiri daga frá hinni
fyrirhuguðu dvöl í Róm.
í járnbrautarlestinni var ég þegar eins og í hálf-
gerðum draumi og drakk í mig fjallasýn og fornar
rústir og örnefni úr sögu Rómverja. En eftir því sem
vér komum nær Róm, fann ég sársætan hroll fara
um mig og gagntaka mig smátt og smátt. Eftirvænt-
ing, kvíði, lotning og óró kom mér í nokkurskonar
helgileiðslu, sem ég get ekki lýst. Myndir frá 753
árum f. Kr. og niður til vorra daga svifu mér fyrir
hugarsjónum eins og á kvikmyndasýning. — Utsýnið
var stórkostlegt. Hin öldnu fjöll láu í stórum bogum
í kring og niðri á lágum hæðum og sléttu blasti
Rómaborg við í fjarska og gnæfði Péturskirkjan upp
úr húsahafínu. Nú fór lestin á fleygiferð fram hjá
mörgum fornaldarleifum, fram hjá vatnsleiðslubog-
unum fornu og brátt rann hún inn í borgina og
nam staðar á járnbrautarstöðinni.
í argi og þvargi, ópum og háreysti á stöðinni hvarf
um stund öli helgikend. Burðarmenn þyrptust að og
rifust um að fá að bera pjönkur mfnar og létu svo
óðslega að ég vísaði þeim öllum frá mér og þáði
ekki hjálp þeirra. Af handahófí hafði ég valið Hotel
Hasler og sent þangað símskeyti frá Napoli. Ekki
vissi eg samt, hvort það var gott eða hvar það lá.