Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Side 69

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Side 69
ÍÐUNN Róm. 227 heyrt svo aðdáanlegan söng né slíkar raddir. Ég lokaði augunum, svo ekkert skyldi draga úr athygli minni. Streymdu þá yfir mig minningar aldanna, barátta og sigurvon Guðs kristni á jörðinni. Komu þeir fram í hugann Gregoríus 7. og Uibanus, sem dagurinn er kendur við (Urbanusmessa, 25. mai). Og er söngurinn dó út með þessu hughreystingar- andvarpi: »In te Domine speravi, non confundar in æternum«, þá stóð ég upp og flýtti mér beint út í Péturskiikjuna, þar sem ég fann afvikinn stað til þess að halda mína eigin bænagjörð í kyrþey. — Daginn eftir kvaddi ég Róm og hélt leiðar minnar. Undirstöðuatriði í jarðfræðí íslands (Fundamentals of lcelandic Geology). I. Grein þessi er um nokkur undirstöðuatriði í jarð- fræði íslands sem ekki má sleppa, hversu stutt ágrip sem ritað er eða kent um það efni. í*að er ekki unt að hafa neitt yfirlit, sem svo geti heilið, yfir jarðsögu landsins, án þess að vita þessi undirstöðuatriði, en ókunn voru þau þegar Þorvaldur heitinn Thoroddsen lauk rannsóknum sínum á landinu, undir aldamótin síðustu. Næsta furðulegt er, að í kenslubók í jarð- fræði eftir Guðm. G. Bárðarson, 1922, sem annars er mjög þakkarverð, kemur ekki fram að honum sje

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.