Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Page 80

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Page 80
238 Ritsjá. IÐUNN jafnan að miklu leyti eftir skoðunum hvers um sig, og pegar gera á langa sögu stutta, verður ekki alt tekið með. Dr. Arne Möller hefir með rannsóknum sínum á íslenzk- um sálmakveðskap valið sér þakklátt verkefni, sem íslend- ingar hafa látið afskiftalítið, svo að séð verði af bókum, og par sem hann er fagurfræðingur að eðlisfari, verður honum nokkuð úr pessum rannsóknum, sem fengur er í. Lætur hann vonandi ekki staðar numið á þessari braut við svo búið. M. J. Páll Eggert Ólason: Skrá um handritasöfn Lands- bókasafnsins I, 3. Handritasöfn, sem ekki eru til neinar eða pá ófullkomn- ar skrár um, eru eitt af því óaðgengilegasta, sem hugsast getur. Kostar pað ákaflega mikinn tíma, að geta notað pau að nokkru gagni, og er nálega ókleift, að hafa þeirra full not, svo að flestir verða frá að hverfa. Fyrir flesta er pað nógu tímafrekt, að pæla gegnum pau handrit, sem snerta eitthvert ákveðið efni, pó að skrár séu til, en nærri má pó geta hvilíkur léttir er að því, að geta valið, án mik- iflar fyrirhafnar í aðgengilegri skrá, pau handrit úr, sem nota þarf. Fá hlýtur og hver maður að sjá, hvílík gegnd- árlaus og greindarlaus eyðsla pað er á vinnu og tíma, að láta svo að segja alla pá vinnu, sem fer í pað, að kynnast slíkum söfnum fara að forgörðum fyrir alla aðra en pann eina, sem inn i pað hefir grafist, svo að hver verður að byrjr. á nýjan leik, í stað þess að láta einn vinna verkið fyrir alla, sem eftir hann koma. Svona hefir pví verið farið um handritasöfn Landsbóka- safnsins, og það er pvi verulega brýn pörf, sem dr. Páll E. Ólason er að bæta úr, með pví að gera þessa vönduðu skrá um handritin. Hann mun nú vera orðinn þeim gagn- kunnugri en flestir aðrir, og getur unnið ómetanlegt gagn með því að bókfesta pessa þekkingu. Pað er eins og aö ryðja veg um torsótt hraun eða urð. Pað er nokkuð harð- sótt og seinunnið verk, en skapar líka öllum, sem leiðina purfa að fara úr pvi, greiðan gang. Petta þriðja hefti er lang stærst (bls. 273—496), og nær yfir fjórblöðunga frá Lbs. 571—Lbs. 1642. Er vonandi að

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.