Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1932, Side 9

Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1932, Side 9
IÐUNN Nesjamenska. 199 heirasóknir og fallbyssuhviin handa kúltúrsnobbunum. Petta er það, sem á máli siðsamra borgara heitir að komast í menningar- og vináttu-samband við sér meu'i þjóðir. Með þessa fjáirmála- og viðskifta-þróun í baksýn verður að skoða opinberar umræður um menningar- mál á íslandi. Pessi þróun hefir rofið þá hulu, sem fyrrum lá um raunverulega stéttaskiftingu þjóðarinnar, og fylkt henni í tvo mjög greinilega afmarkaða hópa, sem búa við afar-misjafna aðstöðu. Það knýr að minsta kosti þann hlutann, sem miður er setiur, til nýrrar gagnrýni um rök og orsakir ástandsins, hinn til andófs og bolabragða. Annar er spurull og breytinga- gjarn, af því að hann þjáist. Hinn sljór, værukær og bakstigull — en grimmur, ef honum er stuggað upp úr værðinni af nærgöngulum allsleysingjum. Hann byggir tilveru sína á hjátrú, vana og úreltum trúar- og sið- gæðis-hugmyndum — að ógleymdum oddborgaraskap og hræsni. Sjálfir trúa postular hins mienningarlega andspyrnu- liðs ekki á helminginn af þvi, sem þeir hafa fyrir vönd á fróman og fáfróðan „lýðinn". Það veit ég af ára- löngum kynnuin við suma þá pennaliprustu. III. Á vettvangi islenzkra bókmenta hafa margir atburðir gerzt skemtiliegir hin síðari ár. Þar gætir þeirra lireyf- inga, sem með þjóðinni bærast, gleggra heldur en annars staðar. Læknisfræði og bókmentir eiga um það svipaða að- stöðu, að til skamms tí'ma stunduðu menn áhyggju- lausir hvorá tveggja mentagrein í þeirri trú, að þeir störfuðu að framsókn mannkynsins í sátt og friði við

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.