Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1932, Page 35

Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1932, Page 35
IÐUNN Heimskreppan. 225 þær hindranir, sem hún fær ekki yfdr stigið. Hún hefir farið sigrandi um heiminn, nú er hún að sigra sig dauða. Þegar möguleikarnir til aukinnar útþenslu og nýia auðnáms tæmast, eru dagar núverandi skipulags taldir. Það eru öliu öðru framar þessi tákn tímanna, sem fylla auðvaldsheiminn ugg og kvíða nú á dögum. Þa'ð eru |>au, sem gera þessa kreppu svo geigvænlega, að ýmsir hafa kveðið upp úr með það, að hér sé ekki að ræða um fyrirbrjgði hliðstætt fyrri kreppum,, sem h-afa læknast án sérstakra aðgerða, heldur sé það krepp- an yfir öllum kreppum, hið endanlega dómsorð um menningu nútímanis og skipulag. Hvort svo er, að dóm- urinn sé þegar fallinn, eða að enn kunind að gefast nokk- ur' gálgafrestur, skiftir í raun og veru litlu máii. Verf.fi ekki stýri skútunnar lagt um og ný mið tekin — verði engum aðvarandi rödtluim um Irreytt skipulag siint, en alt látið ramba upp á von og óvon, svo sem gert hefir verið hingað til, þá rekur að þvi, að heimurinn verður að hiorfast í augu við síðustu kreppuna, dauðakreppuna, hrunið, skapadægur þeirrar menningar, sem við vorum svo stoltir af. Og þess verður naumast svo ýkja langt að bíða. III. Ráðstafanir þær, sem þjóðféiögin gera tii þess að ílraga úr kreppunni og græða þau sár, er hún slær, virðast allar af handahófi, en aldrei bygðar á þekkingu ál þeim öflum, sem eru að verki, eða algáðri rannsókn og yfirvegun þess, er gera skuli. Þær eru fálm út í loftið. Það er kreppan sjálf, sem knýr fram þær að- gierðir, sem eiga að liækna hana. Ríkin, peningastofnan- irnar og iðjusamsteypurnar taka sinar ákvarðanir ráð- vilt og beygð undir fargi þess öngþveitis, sem þau sáu IBunn XVI. 15

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.