Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1932, Side 36

Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1932, Side 36
226 Heimskreppan. IÐUNN ekki fyrir og skilja ekki. Þær opinberu aðgerðir, sem gripið er til og blöðin auglýsa sem lækningu vi'ð mein- unum, eru sjaldan annað en ný sjúkdómstákn — neyð- arráðstafanir, sem kreppan sjálf hefir rekið yfirvöldin tif að gera, eftir að J>au eru búin að Jirjózkast við í lengstu lög. Þess vegna koma slíkar ráðstafanir æfin- lega of seint, Jiótt j>ær séu að einhverju leyti tii bóta. En sumar gera bara ilt verra, verða orsakir nýrra vandræða, sem snúist er við af sama ómeövitandi ráð- leysi. Þá hendir J>að stundum, að ákveðin viðleitni hverfist y,fir í sína eigin andstæðu, svo. að J>að, sem átti að fyrirbyggja, verður einmitt árangurinm af stritinu. Þetta er hlutskifti áttaviliunnar. Sá, sem viliist á áttun- um, heldur til vesturs, J>ótt hann ætli í austur. Hin gífurlega skaðabótaskylda, sem Þjóðverjum var lögð á herðar eftir styrjöldina til J>ess að bæta sigur- vegurunum tjónið, er stríðið bakaði þeim, átti rót í stríðskreppunni, sem þá þjakaði þjóðirnar, og uppæstu hatri aimennings á Þjóðverjum. Það var ekki róleg skynsemi, sem sagði fyrir verkum þar. Engum algáðum manni með fullu viti — og það skyldi maður ætla, að stjórnmáiabroddarnir væru — kom til hugar, að þær geysiupphæðir yrðu nokkurn tíma greiddar. End- urskoðanimar á Jressum samningsákvæðum — J>ær eru orðnar margar — knúðust fram af sjálfu sér, J>egar sigurvíman var rokin burtu og það lá í augum uppi, hve fjarstæðar þær voru raunvemleikanum og allri sanngirni. Verðfesting peninganna á árunum eftir styrjöldiná var framkvæimd fyrirhyggjulítið og af engri viöskifta- legri framsýni. Margar þjóðir streittust við á ]>eim ár- um að hefja gjaldeyri sinn upp í gullgengi og uirðu með ýmsum hætti að gjalda afhroð fyrir í atvinnulífi

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.