Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1932, Page 38
228
Heimskreppan.
IÐUNN
gjaldeyrisins' upp í gullgildi og olli gífurliegu verðfalli
á vörumarkaðinum, Jeiðir nú til aðgerða, sem fara í
þveröfuga átt. Gullinnlausnin er gefin á bátinn, pening-
•arnir falla í verði, vörurnar stiga. Viðskiftaiífið er dreg-
ið inn í fáránlegan nornadainz, siem enginn veit hvar
endar, og peir, sem ábyrgðina bera, setja upp saklaus
andlit og virðast jafn-ráðviltir og sauðsvartur aimúginn.
Viið' vitum, að ólag síðustu tíma er ekki ólag á fram-
leiðslunni. Það er hvorki nízka náttúrunnar né skortur
á valdi yfir öflum hennar, seim veldur neyðinni. Fraim-
leiðslan or í Lagi; vörurnar liggja í haugum. Spurning-
in er, hvernig framleiðendurnir geti orðið af með pæ;r.
Hringrás viðskiftanna er teppt. Og pessu á svo að kippa
í lag með pví aö kaupa minna; við eigum öli að spara
— hver og einn að skríða inn í sina skel og „búa að
sínu“!
Hvert sem litið er, blasir við sama ringulreiöin, siama
ráðaleysið. Mótsagnirnar æpa í eyru peim, sem á ann-
að borð vilja leggja við hlustirnar. Hjá váldhöfunum
.sýnist ekki votta fyrir skilningi á ástandinu og pví sk>
ur markvísri stefnu út úr ógöngunum. Auðvaldspjóðfé-
lögin virðast ekki hafa ljósari meðvitund um, hvað pau
erú að gera, en óráðssjúklingur hefir um athafnir sin-
ar eða pau dauðaöfl, sem eru að verki í líkama hans.
f ágúst 1932.
Á. H.