Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1932, Side 45

Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1932, Side 45
IÐUNN Björgunarlaun. 235 ■ast á landjörðinni, á veiðuni eftir fögrum konum, varð nú að hrekjast á þessu bandvitlausa hafi, á svolítiilli spítufjöl, me'ð vitlausum karli, sem var svo gráðugur í porsk, að hann stofnaði óhikað lífi sínu og annara í háska. öldumar komu jrjótandi eins og fælnir hestar, og vindurinn öskraði eins og mannýgur griðungur. Bangsi bar í hvern goljrorskinn af öðrum og kastaði þeim í bátinn, sem lagðist æ dýpra í löðiið. — Hættu þessu og skerðu á linuna. Þú drepur okkur, gnenjaði Simbi og barðist um á árunum. Hann var al- veg að missa kjarkinn, og reiði hans við Bangsa magn- aðist við hvert áratak, sem hann gerði með hræðilegri áraun og eindæma klaufaskap. Bangsi saug aftur upp í nefið og glotti, hann var ekki á því að skera á línuna, þó hanin golaði ofurllitið, meðan stóð á hverjum öngli. — Þetta er nú bráðum búið, sagði hann, eins og sagt er við börn, sem hrína meða.n þeim er þvegið. Hann fann alt í einu til einhverr- ar einkennilegrar gleði yfir því, að Simbi skyidi vera hræddur. Honum varð næstum hlýtt til hans og reyndi að hughreysta hann, jrað var ekki von, að hann væri eins rólegur og djarfur og gamall formaður. Það fór þægilegur ylur um bringuna á Bangsa, þegar hann hugsaði til þess að geta strítt Simba á því, svo Jóka heyrði, hvað hann hefði borið sig illa á sjónum. Jóku mundi finnast hann hafa venið heldur ókarlmannlegur, en Bangsi ætlaði þá að afsaka hann með [>ví, að það hefði nú verið árvíti hvast. Bangsi var komimn í bezta skap, j>egar hann lauk við að draga inn uppistöðuna. Kjötmikið andlitið, hrein- skoluð af sjávarlöðrinu, glóði af ánægju. Þeir reistu seglin og sigldu heinan byr heim á leið. Þegar Simbi var búinn að ausa, eftir því sem hann

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.