Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1932, Blaðsíða 53
IÐUNN
Hálí pappírsörk.
243
undirstaöa tilveru hans, hið hslga skyldustarf, sem gaf
honum brauð, heimili og rnaka. En það var yfirstrikað.
Bankinn hafði sem sé orðið gjaldþrota, en hann sjálfur
verið svo heppinn að komajst í aimrnan banka, eftiir þung-
ar áhyggjuT um nokkurt skeiö.
Svo kom: blómasaii og leiguekill. Pað var trúlofumn,
þegax hann hafði fullar hendur fjár.
Pví næst: húsgagnasali, veggfóör.ari: hann kaupir í
búið. Flutningaskrifstofan: þau flytjast í nýju íbúðina.
Miðasala sönghallarinnar 5050. Pau eru nýgift og
hlusta á hljómleika um helgar. Beztu stundir þeirra,
þegar þau sjálf sitja hljóð og mætast á æfintýráland-
in:u hinum megin leiktjaldsins í fegurð og samræmi.
Á eftir kemur mannsnafn, siem strikað er yfir. Pað
var vinur þeirra, siem komist hafði allhátt í metorða-
stiga þjóðfélagsins, en hann þoldi ekki veLgengnina,
heldur hrasaði, svo að honum var ekki við hjálpandi,
og varð að hverfa langt í burt. Svo völt er gæfan!
Hér virðist eitthvað nýtt hafa kornið inn í líf hjón-
anna. Með kvienhönd og blýanti er skrifað: konan.
Hvaða kona? Það er konan í stóru hempunni, með vin-
gjarnlega samúðarríka svipinn, sem kemur hljóðLát og
gengur aldrei gegnum borðstofuna, heldur rakleitt úr
göngunum inn í svefnherbergið.
Fyrir neðan nafnið hennar stendur: L. læknir.
Hér bólar í fyrsta sinn á ættingja. „Mamma“ stendur
skrifað. Það er tengdamóðirin, sem af nærgætni hefir
beðið álengdar til þess að trufla ekki ungu hjónin, en nú
hefir verið kvödd, af því að hætta er á ferðum, og hún
kemur með ánægju, úr því að hennar er þörf.
Hér tekur við stór blá og rauð klessa. Ráðningar-
skrifstofan: er vinnukonan farin úr vistinni, eða á að