Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1932, Page 59
IÐUNN
Ögmundur Sigurðsson.
249
iupp í lærdómisdeild mentaskólans án írekari undirbún-
ings — og margir við ágætan orðstír.
Vorxð 1930 var breyting ger á skólanum, bæjarskóli
S'tofnaður í stað gamla sjáI fseignarskó 1 a:ns. Pá sagði
Ögmundur upp stöðu sinni. Vinnuþrekið var farið að
bila, enda hafði Ögmundur aldrei hlíft sér. Hafði Ög-
rrrundur þá verið kennári í 48 ár, ef í eru talin þau þrjú
ár, sem hann dvaldi erlendiis í þjónustu skóiamálanna
og til frekara náms. Um tölu nemenda hans verður ekki
sagt mieð vissu, en þeir munu vera ekki allfjarri 2000.
Störf hans í þjónustu alþýðufræðslunnar á islandi við-
urkendi alþingi með því að veita honum dálítil eftir-
laun, að vísu minni en svo, að á þeim sé unt að lifa.
einis og venja er til.
Hér er enn ótalinn einn merkilegur þáttur í störfum
Ögmundar, sem vel má einnig telja til þeirrar mentun-
ar, er hann aflaði sér undir starf sitt. Þorvaldur Thor-
oddsen var kennáti í Möðruvallaskóla, þá er Ögmundur
var þar að námii. Þorvaldur var vinsæll kennari, og
nemendur höfðu á honum miklar mætur. Hefðu því
margir kosiið að gerast förunautar og aðstoðarmenn
Þorvalds á ferðum hans hér um land. Þorvaldur byrj-
að,i rannsóknir sínar 1882, sama árið og Ögmundur
hafði lokið námi, og réð hann ögmund til fylgdar sér
og aðstoðar. í 14 sumur gegndi Ögmiundur þeim starfa.
Langar mig til þess að tilfæra um þetta ummæli Ög-
mundar sjálfs. Hann segir svo í bréfiniu til mín: „Ég
tel það mestu hamingju, sem mér hefir hlotnast. Þá
kyntist ég landinu og náttúru þess betur en flestir
núlifandi menn, og tel ég það mína beztu skólagöngu.
Ég kyntist þjóð minni, háttum hennar, lifnaði og menn-
ingu og fékk mætur á henni, hugsunarhætti hennar og
hjátrú. Nálægt því á hverjum degi þessara mörgu ára