Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1932, Blaðsíða 62
252
ögmundur Sigurðsson.
IÐUNN
lögmál endurtekniinga og upprif junar, dittaði að, tróö
í sköröin og hélt til haga pví, sem unnið var, að góðum
búmanna sið. Nefndi hann sig stundum í gamni „stagl-
arann" og „bannsettan staglarann", er hann var að ]>ví
starfi. Engan kennara þekki ég, er |>að nafn átti síður
skilið, þegar á starf hans var litið í heiid.
Sá var háttur ögmundar, að svo var sem honum
lægi aldnei á, en miðaði ]>ó drjúgum. Er það ólíkt
þeim kennurum, sem alt af eru haldnir æðigangi, próf-
hræðslu og taugaóstyrk. Ögmundur þokaði sér oft á
þá lund inn úr dyrunum, eins og það væri hrainasta
tilviljun,. að hann hefði slasast ]>arna inn. Lagði hann
])á frá sér bækur sínar, ofur rólega, tók upj) gleraugu
sín og fór sérlega hægt að öllu, vafði utan af þeim
bandinu, lagði það aftur um eyru og fór að engu óðs-
lega. Á meðgn á þessu gekk, rabbaði hann og spaugaði
við nemendur, sagði smáfyndmi eða góðlátlega ertni og
Lauk þá að jafnaði ekki fyrri en bekkurinn var glað-
vaknaður og komihn í gott skap. Pá dembir liann sér i
viðfangsefnjð, og nú gengur kenslan strykbeint tím-
anrl á enda með sérkennilega ýtnum hraða, en þó ná-
kvæmni. Pegar stundinmi er lokið, kemur sama hæg-
lætið yfir Ögmund. Það iiggur ekkert á að æða út úr
bekknum, nógur tími til að segja eitt gamanyrði, rétta
sig upp, Lofa efninu að „setjast" í huganum, áður en
farið er út í ærsiin. Svo hagar sér enginn nema góður
kennari og vitur.
Það þykir jafnan vel viðeigandi að segja, að stofnun
búi lengi að góðum starfsmanni. Flensborgarskóli býr
ekki lengi að Ögmundi. Skólinn hans verður rifinn,
nýr skóli bygður með nýju fyrirkomuLagi af nýjum
mönnum. Eftir nokkur ár verður því fátt í Hafnar-
fjaröiarskóla, sem minnir á Ögmund Sigurðsson, nana