Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1932, Síða 64
IÐUNN
Kreuger-æfintýrið.
SÆNSKA ELDSPVTNAIÐJAN.
Það voru sænsku cldspýturnar, sem Kreuger notaði
sem grundvöll að hinu víðtæka fjármálaveldi sínu. Eld-
spýtnaiðjan í Svíþjóö er talin heljast með árinu 1844,
er hin fyrsta verksmiðja til framleiðslu á fosfór-eldspýt-
um var reist. Sænskir vísindamenn höfðu þá á undan-
förnum árum gert pýðingarmiklar uppfinningar í þess-
ari grein og héldu áfram að gera það, svo að Svfar
komust langt fraim úr öðrum þjóöum í eldspýtnagerð,
bæði um vörugæði og hraðvirk vinnubrögð. Frá því um
1855 tóku þeir að flytja út eldspýtur í stórum stíl, og
það sýndi sig, að engin þjóð gat kept við þá. Þessari
forustu hélt Svíþjóð alt þangað til Kreuger kemiur til
sögunnar, leggur undir sig þessa iðju og hefur nýja
frægðaröld Svía í sögunni.
Eftir 1855 komu Sviar sér upp nýjum og nýjum verk-
smiðjum. Árið 1885 eru þær orðnar 33 að tölu. Um þetta
leyti tiekur samkeppnin aö harðna, bæði innan lands og
á heimsmarkaðiin um; vaxandi tækni gerir smáurn fyrir-
tækjum erfiðara um vik. Hugmyndinni um sanxsteypur
skýtur upp, og tiltöluíega stórar verksmiðjur gleypa
þær smærri. Um aldamótin er Jönköbing-samsteypan
mynduð, og á næstu árum dregur hún 2/s af eldspýtna-
iö(ju Svíþjóðar undir sameiginlega stjórn. Það, sem
vanst mieð þessari sainsteypu, var í fyrsta lagi betra
skipulag á framleiðslunni og virkari vinnubrögð, í öðru
lagi aukið fjárhagslegt bolmagn til þess að taka upp