Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1932, Síða 74
264
Kreuger-æfintýrið.
IÐUNN
nreð sér. Og þsgar frá eru talin Pýzkaland og Frakkland,
sýnast engin sanngjörn hlutföll vera mifli lánaupp-
hæðanna og peirrar auknu viðskiftaveltu í víðkomandi
landi, sem pau gátu fært hringnum, jafnvel pótt ait
gengi vel.
Við seinni spurningunni verður svarið nokkuð á annan
veg. Lánin voru veitt gegn háum vöxtum, frá 6 til
8 o/o, og miklum afföllum, og voru því gróðafyrirtæki-.
Lánasamningarmr gáfu skuldabréfa-e'gendum tryggirg-
ar í eldspýtnatollum ríkjanna og jafnvel öðrum to'll-
tekjnm. Áhættan var aðallega pólitísk og í pví fólgin,
aö stjór.na.rbyitingar og fjárhagshrun gátu gert skulda-
bréfin verðlaus. En peirri áhættu skaut Kreuger frá
sér. Honum og þeim, er keyptu skuldabréfin, var það
aðalatrjðið, að bréfin voru keypt viö lágu gengi —• um
90°/o, og gáfu ])annig stórmikinn reikningslegan gróða.
Auðvitað sá ekki Kreuger fyrir, frekar en aðrdr,
hina lamandi og þrálátu fjárhagskrepþu, sem nú gengur
yfiir heiminn. En þaö var hún, sem reiö honum að fullu,
og þá fyrst og fremst þaði, að rikin, sem hann hafði
veitt þessi miklu lán, gátu ekki staðiiö skil á vöxtum'
og afborgunum.
Samlímis ])ví, að Kreuger & Toll á árunum 1920
1930 geroist fjármálaforsjá bágstaddra ríkjastjórna
í Evrópu og Suður-Ameríku, hafði hringurinn ærið að
starfa einnig á öðrum sviðuiin. Hann lét sér engan veg-
inn nægja að leggja undir sig eldspýtnamarkað heims-
ins. í flestum löndum heims voru fyrirtækii hinina
fjarskyldustu og sundurleitustu tegunda, sem Kreuger
átti eöa haföi vald yfir. Fjármagn frá Kreuger & Toll
þrengdi sér inn í nær hverja atvinnu- og við.skiftagrein,
sem var. Verksmiðjur, bankar, shnastofnanir, náma-
fyrirtæki drógust inn í hringiðuna, og alt var gleypt