Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1932, Blaðsíða 85
IÐUNN
Kreuger-æfintýrið.
275-
ana byggist á hjátrú almennings — peirri hjátrú, er sér
pappírsdyngjurnar vaxa og heidur, að þar.na sé verið aiö
skapa verðmæti til viðurhalds lífinu. Bankinn getur
greitt vexti og arð af hiutabréfum nákvæmlega jafn-
lengi og almenningur heldur áfram að tæma pyngjur
síinar í hann. Bankinn gefur út ávísanir á raunverðmæti
samfélagsins á meðan það trúir honum fyrir þvi starfi,
en ekki degi lengur. Sjálfur framieiðir hann ekkert -
ekki einu sinni pappírinn, sem hann skrifar tölur sínar á-
Víðkunnur danskur fjármálafræðingur, L. V. Birck
prófessor, skrifaði skömmu eftir dauða Kreugers grein,
er hann nefnir „Gullgerðarmenn“. Þar segir hann meðal
annars:
-----Og samt sem áður — það eru slíkir men-n, sem
okkar grunnhyggna öld dáir — þessi öld, sem vill verða
rík án fyrirhafnar; slíka menn nefnum við „kónga“ og
hetjur og líkjum þeim við þau stórmenni sögunnar, er
skóþu voldug riki — olíukóngar, járnkóngar, togleðurs-
kóngar. Enginn fæst til að fletta af þeim grímunni, og
]>ó eru bnellur þeirra áva-lt eins, hvort sem þeir eru að’
ginna almenning til að kaupa verðbréf sín eða að'
svindla með þau á kauphöllunum. Þessa menn, sem eiga.
það eitt áhugamál að halda pappírsverðmætunum uppi,
s-enda ríkin á alþjóðaráðstefnur sem fulltrúa sína. Eitt
liggur þeim á hjarta: að bjarga pappirsdyngjunum,.
helzt m-eð útboði nýrra pappírsbunka — og það á tíim-
um, sem þarfnast einskis m-eira en að eldur sé boriinn
að pappírshlaðanum. Að ráðum þessara manna ko-ma
rikin til hjálpar með þá merkilegu tegund sósialásma,.
að ábyrgjast það, s-em -ekki er til, eða að „þjóðnýta töp-
in“. En við höldum áfra-m að liggja á knjánum fyrir arf-