Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Side 37

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Side 37
tÐUNN Annie Besanl. 291 sambandi við brautryðjanda hennar. Með fám orðum segi ég. En þetta er heill bókmentaheimur! Stefnuskrá guðspekifélagsins er þá i þrem greinum þannig: 1. Að móta kjarna úr allsherjar bræðralagi mannkyns- ins, án tillits til trúarskoðana, kynferðis, stéttar eða hör- undslitar. 2. Að hvetja menn til þess að leggja stund á saman- burð trúarbragðanna, heimspeki og náttúruvísindi. 3. Að rannsaka óskilin náttúrulögmál og sérstaklega öfl þau og dulda krafta, er leynast með manninum. Samkvæmt 1. gr. líta guðspekinemar svo á mannkyn- ið, að það sé alt óslitinn systkinahópur, útstreymi frá guði sent til jarðlífsins til þess að afla sér reynslu og þroska, allir séu bræður og systur, börn guðs, sem verði ein- hverntíma fullkomnir guðir. Samkvæmt 2. gr. fóru guðspekinemar að bera sam- an trúarbrögðin. Fundu þeir þá, og auðvitað fleiri en þeir, að í öllum meiri háttar trúarbrögðum felast sömu grundvallaratriðin. Þau má telja í fimm greinum. 1. Eilíf, sannveruleg, óskiljanleg vera. 2. Frá henni kemur guð sá, sem birtist á þrennan hátt. 3. Frá þessum þríeina guði koma hinir vitru andar, er stjórna heimsskipuninni. 4. Maðurinn er ímynd hins þríeina guðsins og sjálfur í eðli sínu þríeinn og eilífur. 5. Með lífsreynslu margra endurholdgana verður mað- urinn að lokum guðdómlegur og hafði guðsneistann í sér fólginn frá upphafi. Þannig þykjast guðspekingar sanna, að öll meiri hátt- ar trúarbrögð séu geislar frá sömu sól. Og einkunnar-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.