Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Side 49

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Side 49
IÐUNN Jól. 303 heyri fólkið rifja upp fyrri ára kirkjuferðir — heillandi fögur jólaæfintýr — blessunarstundir hárrar æfi. Úr öllum áttum streymir fólk til kirkjunnar og eru flestir okkur fyrri í hlaðið, heim að staðnum. Þegar við komum heim á prestssetrið, er þar fyrir mannfjöldi mikill. — Nú hefjast heilsanir. Ég er hálf utan við mig í öllu því umstangi. Mest er þröngin um húsbóndann gamla að Broddanesi. Allir fagna honum. Feimnir krakkar eru leiddir á fund öldungsins blinda til að heilsa. Mér finst ég enn heyra kveðjuorð gamla mannsins: — Guð blessi þig! Hver er nú að heilsa? Að prestssetrinu er söfnuð öllum boðið til stofu og veittar góðgerðir, áður í kirkju var gengið. Alla messu- daga ársins var sið þeim haldið, þar að prestssetrinu, enda var staðurinn á dögum síra Arnórs Arnasonar víð- spurður að rausn og góðgerðum. Fell bar hátt í þá daga. — Nú líður að tíðagerð. Úti fyrir sáluhliðinu stendur söfnuðurinn. Út kirkjustiginn kemur djákninn, Gísli að Hamri. Hann gengur hratt, en veltir lítið eitt vöngum. Fólk vík- ur úr vegi. Að baki sér í vinstri hendi ber hann hatt sinn, en heldur kirkjulyklinum frammi fyrir sér í hægri hendi. Hann er öldurmannlegur sýnum, hærður mjög og hár og skegg hvítt. Hann er þrekinn á vöxt, en ekki stór maður. — Um hálsinn ber hann svartan silkiklút, hnýttan. Hann er í síðtreyju svartri — tvíhneppu og á hornhnappar rendir. Brækur hans eru í sama lit og síð- treyjan. Þær eru víðar niður og taka honum á kálfa- sporð. Hann er í ljósbláum ullarsokkum. Á fótum ber hann sauðskinnsskó, litaða af sortulyngi og á eltiskinns- bryddingar hvítar. Gísli þótti meiriháttar sökum andlegrar atgerfi. —

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.