Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Blaðsíða 49

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Blaðsíða 49
IÐUNN Jól. 303 heyri fólkið rifja upp fyrri ára kirkjuferðir — heillandi fögur jólaæfintýr — blessunarstundir hárrar æfi. Úr öllum áttum streymir fólk til kirkjunnar og eru flestir okkur fyrri í hlaðið, heim að staðnum. Þegar við komum heim á prestssetrið, er þar fyrir mannfjöldi mikill. — Nú hefjast heilsanir. Ég er hálf utan við mig í öllu því umstangi. Mest er þröngin um húsbóndann gamla að Broddanesi. Allir fagna honum. Feimnir krakkar eru leiddir á fund öldungsins blinda til að heilsa. Mér finst ég enn heyra kveðjuorð gamla mannsins: — Guð blessi þig! Hver er nú að heilsa? Að prestssetrinu er söfnuð öllum boðið til stofu og veittar góðgerðir, áður í kirkju var gengið. Alla messu- daga ársins var sið þeim haldið, þar að prestssetrinu, enda var staðurinn á dögum síra Arnórs Arnasonar víð- spurður að rausn og góðgerðum. Fell bar hátt í þá daga. — Nú líður að tíðagerð. Úti fyrir sáluhliðinu stendur söfnuðurinn. Út kirkjustiginn kemur djákninn, Gísli að Hamri. Hann gengur hratt, en veltir lítið eitt vöngum. Fólk vík- ur úr vegi. Að baki sér í vinstri hendi ber hann hatt sinn, en heldur kirkjulyklinum frammi fyrir sér í hægri hendi. Hann er öldurmannlegur sýnum, hærður mjög og hár og skegg hvítt. Hann er þrekinn á vöxt, en ekki stór maður. — Um hálsinn ber hann svartan silkiklút, hnýttan. Hann er í síðtreyju svartri — tvíhneppu og á hornhnappar rendir. Brækur hans eru í sama lit og síð- treyjan. Þær eru víðar niður og taka honum á kálfa- sporð. Hann er í ljósbláum ullarsokkum. Á fótum ber hann sauðskinnsskó, litaða af sortulyngi og á eltiskinns- bryddingar hvítar. Gísli þótti meiriháttar sökum andlegrar atgerfi. —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.